Áhrif líkamshreyfingar á heilastarfsemi | Háskóli Íslands Skip to main content

Áhrif líkamshreyfingar á heilastarfsemi

Hvenær 
27. janúar 2020 15:00 til 16:00
Hvar 

Læknagarður

LG-201

Nánar 
Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku

Linda H. Bergersen, prófessor í lífeðlisfræði við Oslóarháskóla, heldur fyrirlestur mánudaginn 27. janúar kl. 15-16 í stofu LG-201 í Læknagarði.

Rannsóknir Lindu H. Bergersen á hlutverki flutningsmólikúla fyrir mjólkursýrujónina (lactacte) í starfsemi heilans hafa vakið verðskuldaða athygli á sviði taugalífeðlisfræði á undanförnum árum. Í fyrirlestrinum mun Linda fjalla um mikilvægi líkamlegrar hreyfingar fyrir starfsemi heilans og hvernig markviss hreyfing styrkir og bætir starfsemi hans. Niðurstöður nýlegra rannsókna Lindu og samstarfsfólks hennar sýna að regluleg líkamsheyfing og þá um leið aukin virkni flutningsmólkúla mjólkursýrujónarinnar í heilanum hefur fyrirbyggjandi áhrif á tíðni og umfangi alvarlegra sjúkdóma á borð við Alzheimers.  

Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og er á vegum Rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræðum.

Linda H. Bergersen, prófessor í lífeðlisfræði við Oslóarháskóla, heldur fyrirlestur mánudaginn 27. janúar kl. 15-16 í stofu Lg-201 í Læknagarði.

Áhrif líkamshreyfingar á heilastarfsemi