Skip to main content

Áherslur utanríkisþjónustu Póllands í ljósi alþjóðlegra áskorana samtímans

Áherslur utanríkisþjónustu Póllands í ljósi alþjóðlegra áskorana samtímans - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
6. október 2022 10:30 til 11:30
Hvar 

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Arkady Rzegocki, yfirmaður utanríkisþjónustunnar í utanríkisráðuneyti Póllands og prófessor í stjórnmálafræði við Jagiellonian-háskólann í Kraká, flytur opinn fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 6. október kl. 10.30. Þar mun hann fjalla um áherslur í utanríkisþjónustu landsins í ljósi þeirra áskorana sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir.

Pólland var fyrsta ríkið austan járntjaldsins til að segja skilið við kommúnisma og koma á fót lýðræðislega kjörinni stjórn. Íbúar Póllands eru 38 milljónir talsins. Landið gekk í NATO árið 1999 og Evrópusambandið 2004. Pólland býr yfir ríkri sögu, er staðsett á miðju meginlandi Evrópu og er virkur þátttakandi í mótun umræðu um alþjóðlegar áskoranir samtímans.

Dr. Arkady Rzegocki er yfirmaður utanríkisþjónustunnar í utanríkisráðuneyti Póllands, fyrrverandi sendiherra á Englandi og prófessor í stjórnmálafræði við Jagiellonian-háskólann í Kraká.

Viðburðurinn fer fram á ensku og öll eru velkomin meðan húsrúm leyfir.

Dr. Arkady Rzegocki, yfirmaður utanríkisþjónustunnar í utanríkisráðuneyti Póllands og prófessor í stjórnmálafræði við Jagiellonian-háskólann í Kraká, flytur opinn fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 6. október kl. 10.30

Áherslur utanríkisþjónustu Póllands í ljósi alþjóðlegra áskorana samtímans