Skip to main content

Áfangamat Sigrúnar Þorsteinsdóttur við Menntavísindasvið

Áfangamat Sigrúnar Þorsteinsdóttur við Menntavísindasvið - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. mars 2021 10:00 til 11:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

12. mars nk. mun fara fram mat á doktorsverkefni Sigrúnar Þorsteinsdóttur við Menntavísindasvið. Heiti verkefnisins er:

Taste education and food skills - a food-based intervention in a school setting; with special focus on children with neurodevelopmental disorders and their families.

Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Sigrún rannsóknarskýrslu sína kl. 10.00– 11:00 og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrslu Sigrúnar. Fundurinn er öðrum lokaður. Kynningin og fundurinn fara fram á ensku.

Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Mennta­vísinda­svið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.

Matsnefndin samanstendur af leiðbeinendum Sigrúnar Þorsteinsdóttur, þeim: dr. Önnu Sigríði Ólafsdóttur prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, dr. Urði Njarðvík prófessor við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og dr. Ragnari Bjarnasyni prófessor við Heilbrigðisvísindasvið, utanaðkomandi prófdómurum, dr. Bryndísi Evu Birgisdóttur prófessor við Heilbrigðisvísindasvið og dr. Annemarie Olsen, dósent við Kaupmannahafnarháskóla. Dr. Atli Harðarson dósent við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og dr. Steingerður Ólafsdóttir er ritari.

Zoom hlekkur: https://eu01web.zoom.us/j/63586285761

Meeting ID: 635 8628 5761