Skip to main content

Áfangamat Bjarkar Ólafsdóttur

Áfangamat Bjarkar Ólafsdóttur - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. ágúst 2018 13:00 til 14:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 30. ágúst nk. mun fara fram mat á doktorsverkefni Bjarkar Ólafsdóttur doktorsnema við Menntavísindasvið. Heiti verkefnisins er External school evaluation in Iceland:

Usage and contribution to enhance internal school evaluation.

Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir  Björk rannsóknarskýrslu sína í stofu K 205 kl. 13:00 – 14:00 og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsmönnum Menntavísindasviðs. Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrslu Bjarkar. Fundurinn er öðrum lokaður. Kynningin og fundurinn fara fram á ensku.

Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.

Matsnefndin samanstendur af leiðbeinendum  Bjarkar ólafsdóttur, þeim:  dr. Jóni Torfa Jónassyni, prófessor emeritus, á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, meðleiðbeinanda dr. Önnu Kristínu Sigurðarsóttur, prófessor á Menntavísindasviði; utanaðkomandi prófdómurum, dr. Gerry MaNamara prófessor Háskólanum í Dublin, dr. Rúnari Sigþórsyni, prófessor Háskólanum á Akureyri. Dr. Gestur Guðmundsson er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Sólrún B. Kristinsdóttir er ritari.