Skip to main content

Áfallastreituröskun og tengsl við sjálfsónæmissjúkdóma - Kynning á nýrri rannsókn

Áfallastreituröskun og tengsl við sjálfsónæmissjúkdóma - Kynning á nýrri rannsókn - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. júní 2018 12:00 til 13:00
Hvar 

Sturlugata 8

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands og Karolinska Institutet í Stokkhólmi sýnir að fólk sem glímt hefur við áfallastreituröskun eða skyldar raskanir er í aukinni áhættu á að greinast síðar með sjálfsónæmissjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í vikunni í hinu virta vísindatímariti ameríska læknafélagsins, Journal of the American Medical Association (JAMA).

Kynningarfundur um niðurstöður rannsóknarinnar verður haldin í Tjarnarsal Íslenskrar erfðagreiningar.

Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Huan Song, nýdoktor við sömu deild, munu þá greina frá forsendum, aðferðum og niðurstöðum rannsóknarinnar. 

Fundurinn fer fram á ensku.
Allir velkomnir.

Tengill á rannsóknina: https://jamanetwork.com/journals/jama/fullarticle/10.1001/jama.2018.7028

Unnur Anna Valdimarsdóttir og Huan Song greina frá niðurstöðum rannsóknar sem birtist í JAMA í vikunni.

Áfallastreituröskun tengd auknum líkum á sjálfsónæmissjúkdómum. Kynning á nýrri rannsókn