Ættfræði og sjálfsmynd þjóðar | Háskóli Íslands Skip to main content

Ættfræði og sjálfsmynd þjóðar

Hvenær 
10. nóvember 2018 13:00 til 14:30
Hvar 

Fundarsalur Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu 8

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Íslensk erfðagreining stendur fyrir opnum fræðslufundi undir yfirskriftinni „Ættfræði og sjálfsmynd þjóðar“ laugardaginn 10. nóvember kl.13.00-14.30 í fyrirlestrasal fyrirtækisins að Sturlugötu 8. Á fundinum verður fjallað um Íslendingabók og ættfræði í fortíð og nútíð. 

Íslendingabók skiptir sköpum fyrir rannsóknarstarf Íslenskrar erfðagreiningar. Einnig er hún gríðarlega vinsæll vefur meðal almennings og fær um 150 þúsund heimsóknir á mánuði. Íslendingabók verður breytt til hagsbóta fyrir notendur en hægt verður að taka þátt í að þróa og móta vefinn með því að setja inn myndir og greinar um nána ættingja.

Dagskrá
13:00
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands: Íslendingabók sem verkfæri
13:30
Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við Íslensku- og menningardeild: Með ættfræði á heilanum
14:00
Ármann Jakobsson, rithöfundur og prófessor við Íslensku- og menningardeild: Til hvers eru allar þessar ættartölur í fornum sögum?

Kaffiveitingar verða í andyri frá 12.30. Allir velkomnir.

Íslensk erfðagreining stendur fyrir opnum fræðslufundi undir yfirskriftinni „Ættfræði og sjálfsmynd þjóðar“ laugardaginn 10. nóvember kl.13.00-14.30 í fyrirlestrasal fyrirtækisins að Sturlugötu 8. Á fundinum verður fjallað um Íslendingabók og ættfræði í fortíð og nútíð. 

Ættfræði og sjálfsmynd þjóðar

Netspjall