Skip to main content

Aðgerðir í loftslagsmálum: Er ábyrgðin bara unga fólksins?

Aðgerðir í loftslagsmálum: Er ábyrgðin bara unga fólksins? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. september 2019 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Opinn fundur á vegum framhaldsnáms í Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands og sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi

Aðgerðir í loftslagsmálum: Er ábyrgðin bara unga fólksins?

Orðræðan um loftslagsmál á Íslandi hefur mikið til hverfst um ákall unga fólksins um aðgerðir. Minna hefur farið fyrir vitunarvakningu eldri kynslóða. Stjórnmálafólk og atvinnulífið þurfa augljóslega að taka höndum saman og blanda sér meira í umræðuna. Á fundinum munu fulltrúar unga fólksins, vísindasamfélagsins og nýstofnaðs Samstarfsvettvangs um loftslagsmál, fjalla um þetta mikilvæga málefni og sitja fyrir svörum. Hvernig getum við komið til móts við ákall unga fólksins?

Ávörp
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi

Frummælendur og þátttakendur í pallborði
Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir
Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna
Justine Vanhalst, sérfræðingur við Matís og verkefnastjóri Climathon

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri við Háskóla Íslands, stýrir pallborðsumræðum

Boðið verður upp á kaffiveitingar og óformlegt spjall við fulltrúa sendiráða, fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka að fundi loknum.

Votlendissjóður, Franska sendiráðið, Matís og Evrópusambandið eru meðal staðfestra þátttakenda sem verða í lok viðburðarins með upplýsingaborð til að kynna starfsemi sína í þessum málum, meðan kaffi og fleira er borið fram.

Fundurinn fer að mestu fram á íslensku - Aðgangur ókeypis og öll velkomin

facebook

Aðgerðir í loftslagsmálum: Er ábyrgðin bara unga fólksins?

Aðgerðir í loftslagsmálum: Er ábyrgðin bara unga fólksins?