Skip to main content

Að hrökkva eða stökkva: Hvíta-Rússland og Litháen

Að hrökkva eða stökkva: Hvíta-Rússland og Litháen - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. desember 2021 10:00 til 11:00
Hvar 

Oddi

101 og á Zoom

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesari er dr. Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði.

 

Tæp 30 ár eru liðin frá því að Sovétríkin liðuðust í sundur með

braki og brestum. Úr rústunum risu fyrrum sovétlýðveldin; hvert með

sínum hætti. Hvíta-Rússland hefur heldur hallað sér að Rússlandi á

alþjóðavettvangi og er stundum kallað síðasta einræðisríki Evrópu.

Litháen gerir, á hinn bóginn, lýðræði og markaðsviðskiptum hátt

undir höfði. Innganga landsins í Evrópusambandið árið 2004 ber þess

vitni. Þessir fyrrum félagar hafa einnig gengið ólíkar leiðir til

hagvaxtar götuna fram eftir veg. Litháen hefur m.a. lagt meiri áherslu á

bætta umgjörð menntunar og faglega stjórnarhætti en nágrannar þeirra

í austri. Evrópusambandsaðild Litháa virðist sömuleiðis gefa meira í

aðra hönd en samstarf Hvít-Rússa og Rússlands.

Hlekkur yfir á streymi.

 

Erindið byggir á greininni To Grow or Not to Grow: Belarus and Lithuania

 

Allir velkomnir.

Dr. Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði

Að hrökkva eða stökkva: Hvíta-Rússland og Litháen