Skip to main content

Á tímum Heimsmarkmiða: Rannsóknir meðal unglinga í Gíneu-Bissá

Á tímum Heimsmarkmiða: Rannsóknir meðal unglinga í Gíneu-Bissá - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
6. október 2021 8:00 til 9:00
Hvar 

Zoom

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í Afríku sunnan Sahara eru unglingar ört vaxandi aldurshópur og nær fjórðungur íbúa er á aldrinum 10-19 ára. Heimsmarkmiðin 2016-2030 vekja athygli á mikilvægi þess að unglingar dafni og þroskist á sínum forsendum fyrir félags- og efnahagslega framfarir. Í þessum fyrirlestri mun Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði og deildarforseti Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar við Háskóla Íslands, í stuttu máli fjalla um rannsóknir á ungu fólki og draga saman helstu niðurstöður nýlegra eigind- og megindlegra rannsókna meðal unglinga í Gíneu-Bissá.

Norrænar málstofur um hnattræna heilsu (Nordic Global Health Talks)

Fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði kl. 08:00 GMT getur þú farið inn á rafræna málstofu um hnattræna heilsu, skipulögð af norrænum háskólum. Málstofurnar eru á Zoom og aðgangur er ókeypis og frjáls öllum sem hafa áhuga á fræðigreininni og rannsóknum á því sviði við norræna háskóla, en forskráning er nauðsynleg, hér:

https://ucph-ku.zoom.us/webinar/register/WN_HXX8WspxRSCSl5PpgDAsmA

Hver málstofa er um 45 mín, þ.e. 20-30 mín erindi og svo spurningar og umræður.

Á tímum Heimsmarkmiða: Rannsóknir meðal unglinga í Gíneu-Bissá

Á tímum Heimsmarkmiða: Rannsóknir meðal unglinga í Gíneu-Bissá