Skip to main content

75 ár frá frelsun Auschwitz – um mikilvægi þess að minnast helfararinnar

75 ár frá frelsun Auschwitz – um mikilvægi þess að minnast helfararinnar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. janúar 2020 17:30 til 19:00
Hvar 

Sendiráð Póllands

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Sendiherra lýðveldisins Póllands á Íslandi Gerard Pokruszyński og Avraham Feldman rabbíni gyðinga á Íslandi, í samvinnu við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, bjóða til pallborðsumræðna í sendiráði Póllands að Þóunnartúni 2 í Reykjavík, miðvikudaginn 22. janúar kl. 17:30.

„75 ár frá frelsun Auschwitz – um mikilvægi þess að minnast helfararinnar“

Frummælendur verða:

  • Anette Stahl – aðstoðarkennari, afkomandi eftirlifenda helfararinnar, samfélagi gyðinga í Gautaborg, Svíþjóð
  • Gunnþórunn Guðmundsdóttir – prófessor í almennri bókmenntafræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands
  • Jacek Chodorowicz – erindreki fyrir samfélög gyðinga við Utanríkisráðuneyti Póllands, sendiherra Póllands í Ísrael (2012-2018)
  • Karl Blöndal – aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins

Enginn aðgangseyrir, léttar veitingar, vinsamlegast skráið ykkur hjá reykjavik.info@msz.gov.pl