Viðbótardiplóma í Norðurslóðafræðum | Háskóli Íslands Skip to main content

Viðbótardiplóma í Norðurslóðafræðum

Norðurslóðafræði

30 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Nám í norðurslóðafræðum veitir nemendum ítarlega þekkingu á Norðurslóðum, sem hafa vaxandi vægi í alþjóðasamskiptum. Námið er einstakt að því leyti að það stillir Norðurslóðum upp sem viðfangsefni sem rannsaka þarf svæðisbundið. Eins og í öðru námi sem byggir á svæðisbundinni nálgun eru greiningatæki sótt í alþjóðasamskipti og skyldar greinar, ásamt því sem sjónum er beint að öðrum þáttum.

Námið

Breytingar á umhverfi norðurslóða hafa skapað ný tækifæri á svæðinu en um leið nýjar áskoranir sem kalla á nýja og sérhæfða þekkingu. Í náminu öðlast nemendur þekkingu og færni í að greina aðstæður aðildarríkja Norðurskautsráðsins og annarra gerenda sem hafa sig frammi á svæðinu. 
Aðstæður í alþjóðasamskiptum kalla eftir auknum rannsóknum á Norðurslóðum. 

Viðfangsefni námsins

Norðurslóðir njóta vaxandi athygli í heiminum, sérstaklega sem pólitískur vettvangur stórvelda, en sérhæft nám er þó af skornum skammti. Í þessari námsleið fá nemendur sterka sérhæfingu í málefnum norðurslóða, með áherslu á stjórnmál norðurslóða, sókn stórvelda í áhrif á svæðinu og þróun alþjóðastjórnmála innan þess. 

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-, B.Ed.- eða BS-próf eða sambærilegt próf. Erlendir umsækjendur, sem ekki hafa ensku að móðurmáli, þurfa að sýna fram á góða þekkingu á enskri tungu (TOEFL 79, IELTS 6.5).

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500 

Image result for facebook logo Facebook

Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs