Verkfræðileg eðlisfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Verkfræðileg eðlisfræði

Verkfræðileg eðlisfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Námið veitir traustan undirbúning í raunvísindum, sér í lagi eðlis- og stærðfræði í hagnýtum tilgangi.  

Námið er sterkur undirbúningur fyrir margvísleg störf tengd rannsóknum og þróun í iðnaði tengdum starfsemi nýsköpunarfyrirtækja, rannsókna- og kennsludeildum háskóla og rannsóknastofnana svo og tæknideildum sjúkrahúsa.

Grunnnám

Námið veitir nemendum talsverðan sveigjanleika í námsvali. Það veitir haldgóða þekkingu í stærðfræði og eðlisfræði og beitingu á verkfræðileg viðfangsefni.

Meðal viðfangsefna

 • Newtonsk aflfræði
 • Varmafræði
 • Mæliaðferðir og tilraunauppsetning
 • Þéttefnisfræði (föst efni og vökvar)
 • Stærðfræði
 • Skömmtun og skammtafræði
 • Aflfræði Lagrange og Hamilton
 • Frumeindir og sameindir
 • Bylgjur í efni og tómi, bylgju- einda tvíeðli
 • Nanótækni, rafeindatækni
 • Rafsegulfræði og ljósfræði
 • Líftækni eða framleiðslutækni

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf, með lágmarksfjölda eininga í eftirtöldum greinum: 35 fein (21 ein) í stærðfræði og 50 fein (30 ein) í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 10 fein (6 ein) í eðlisfræði, 10 fein (6 ein) í efnafræði og 10 fein (6 ein) í líffræði. Sterklega mælt með að minnsta kosti 40 fein (24 ein) í stærðfræði. Undanþágur eru gerðar á þessu ef tilefni þykir til.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Starfsvettvangur þeirra sem lokið hafa prófi í verkfræðilegri eðlisfræði er mjög fjölbreyttur.

Sá undirbúningur sem námið veitir hentar m.a. þeim sem huga á störf í nýsköpunarfyrirtækjum, í tæknigeiranum og í rannsókna- og þróunardeildum stærri fyrirtækja.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Boðið er upp á framhaldsnám til meistaraprófs í verkfræðilegri eðlisfræði.

Meistarapróf í verkfræðilegri eðlisfræði miðar að því nemandi uppfylli menntunarkröfur hér á landi fyrir starfstitilinn verkfræðingur. Umsókn um starfstitil er einstaklingsbundin.

Verkfræðileg eðlisfræði, MS, 120 einingar.

Félagslíf

 • Nemendafélag eðlisfræðinema heitir Stigull
 • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
 • Félagið stendur fyrir vísindaferðum, bjórkvöldum, árshátíðum og skemmtiferðum
 • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum
Þú gætir líka haft áhuga á:
VélaverkfræðiEðlisfræðiStærðfræði
Hagnýtt stærðfræðiMatvælafræðiGeislafræði
Þú gætir líka haft áhuga á:
VélaverkfræðiEðlisfræði
StærðfræðiHagnýtt stærðfræði
MatvælafræðiGeislafræði

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Skrifstofa 
s. 525 4700 

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

 Instagram  Twitter  Youtube

 Facebook  Flickr