Verkfræðileg eðlisfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Verkfræðileg eðlisfræði

Verkfræðileg eðlisfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Námið veitir traustan undirbúning í raunvísindum, sér í lagi eðlis- og stærðfræði í hagnýtum tilgangi.  

Námið er sterkur undirbúningur fyrir margvísleg störf tengd rannsóknum og þróun í iðnaði tengdum starfsemi nýsköpunarfyrirtækja, rannsókna- og kennsludeildum háskóla og rannsóknastofnana svo og tæknideildum sjúkrahúsa.

""

Grunnnám

Nám til BS- prófs í verkfræðilegri eðlisfræði er 3 ára nám. Námið er bæði bóklegt og verklegt og veitir nemendum talsverðan sveigjanleika í námsvali. Það veitir haldgóða þekkingu í stærðfræði og eðlisfræði og beitingu á verkfræðileg viðfangsefni.

Í boði eru tvö kjörsvið: efnis- og nanótækni og almenn leið.

Kjörsvið í efnis- og nanótækni leggur góðan grunn að almennri efnistækni og efnisgreiningu ásamt kynningu á ýmsum aðferðum sem beitt er þegar unnið er með nanókerfi.

Innan almennu leiðarinnar er hægt að velja fög sem beinast að lífeðlisfræðilegum hagnýtingum eða orkuverkfræði, svo dæmi séu nefnd.

Allir nemendur taka sömu kjarnanámskeið á fyrsta ári en námskeiðaúrval greinist á milli kjörsviða á öðru og þriðja ári.

Meðal viðfangsefna

•    Newtonsk aflfræði
•    Varmafræði
•    Mæliaðferðir og tilraunauppsetning
•    Þéttefnisfræði (föst efni og vökvar)
•    Stærðfræði
•    Skömmtun og skammtafræði
•    Aflfræði Lagrange og Hamilton
•    Frumeindir og sameindir
•    Bylgjur í efni og tómi, bylgju- einda tvíeðli
•    Nanótækni, efnis- og rafeindatækni
•    Rafsegulfræði og ljósfræði
•    Líftækni eða framleiðslutækni
•    Kjarna og öreindafræði
 

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf, með lágmarksfjölda eininga í eftirtöldum greinum: 35 fein (21 ein) í stærðfræði og 50 fein (30 ein) í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 10 fein (6 ein) í eðlisfræði, 10 fein (6 ein) í efnafræði og 10 fein (6 ein) í líffræði. Sterklega mælt með að minnsta kosti 40 fein (24 ein) í stærðfræði. Undanþágur eru gerðar á þessu ef tilefni þykir til.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Starfsvettvangur þeirra sem lokið hafa prófi í verkfræðilegri eðlisfræði er mjög fjölbreyttur.

Sá undirbúningur sem námið veitir hentar m.a. þeim sem huga á störf í nýsköpunarfyrirtækjum, í tæknigeiranum, í rannsókna- og þróunardeildum stærri fyrirtækja, við kennslu og í störfum sem krefjast reiknikunnáttu og reiknilíkanasmíði.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Boðið er upp á framhaldsnám til meistaraprófs í verkfræðilegri eðlisfræði.

Rannsóknarverkefni nemenda eru ýmist unnin við Háskóla Íslands eða í samstarfi Háskólans og rannsóknastofnana eða fyrirtækja í hátækniiðnaði, framleiðsluiðnaði, orkuiðnaði, eða öðrum greinum þar sem samþætta þarf haldgóða þekkingu á eðlisfræði við úrlausn verkfræðilegra viðfangsefna.

Meistarapróf í verkfræðilegri eðlisfræði miðar að því nemandi uppfylli menntunarkröfur hér á landi fyrir starfstitilinn verkfræðingur. Umsókn um starfstitil er einstaklingsbundin.

Verkfræðileg eðlisfræði, MS, 120 einingar.

Eðlisfræði, Doktorspróf, 180 einingar

Félagslíf

  • Nemendafélag eðlisfræðinema heitir Stigull
  • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
  • Félagið stendur fyrir vísindaferðum, bjórkvöldum, árshátíðum og skemmtiferðum
  • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Skrifstofa 
s. 525 4700 

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

 Instagram  Twitter  Youtube

 Facebook  Flickr