Ferðamál norðurslóða | Háskóli Íslands Skip to main content

Ferðamál norðurslóða

Ferðamál norðurslóða - á vefsíðu Háskóla Íslands

Hefur þú áhuga á samspili ferðaþjónustu og ferðamennsku við náttúru og samfélög á norðurslóðum?

Kjörsvið um ferðamál norðurslóða fjallar um einkenni, áskoranir og möguleika ferðaþjónustu og ferðamennsku á norðurslóðum. Kjörsviðið veitir greinargóða yfirsýn um ferðamál á norðurslóðum og veitir innsýn í aðstæður og samhengi ferðamála á ólíkum stöðum og í fjölbreyttum samfélögum norðurslóða.

Í náminu er fjallað um þróun ferðaþjónustu á norðurslóðum frá ólíkum sjónarhólum og hún sett í samhengi við margskonar breytingar sem eru að eiga sér stað á svæðinu. Þar má nefna loftslagsbreytingar og áætlanir um auðlindanýtingu sem og vaxandi áhuga fólks á að kynnast og ferðast um norðlæg svæði. Kjörsviðið miðar að því að byggja upp þekkingu og aðferðir til að efla þróun ábyrgrar ferðaþjónustu á norðurslóðum. Í náminu gefst nemendum kostur á byggja upp sérfræðiþekkingu á ferðamálum norðurslóða og sjálfbærri þróun sem nýtist í starfi jafnt innan einkageirans og hjá hinu opinbera.

Kjörsviðið leggur áherslu á alþjóðlegt sjónarhorn. Tvö kjarnanámskeið þess eru boðin í fjarnámi í samstarfi við Þemanet Háskóla Norðurslóða um ferðamál.

Meðal viðfangsefna

  • Sjálfbærni í ferðaþjónustu norðurslóða
  • Ferðaþjónusta og samfélög frumbyggja
  • Stjórnskipun og stefnumótun í ferðamálum norðurslóða
  • Tengsl ferðaþjónustu við aðrar atvinnugreinar á norðurslóðum
  • Skapandi ferðaþjónusta á norðurslóðum
  • Iðkun og upplifun ferðamanna á norðurslóðum
  • Náttúra og menning sem aðdráttarafl í ferðamennsku norðurslóða

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Ef þú vilt fá svar frá okkur.
Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.
Skrár verða að vera minni en 2 MB.
Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png.
CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.