Skip to main content

Verkefnastjórnun

Verkefnastjórnun

120 einingar - MS gráða

. . .

Í náminu læra nemendur að tileinka sér grundvallaratriði verkefnastjórnunar, farið verður m.a. í ákvarðanatöku, áætlanagerð, framkvæmd og eftirfylgni verkefna. Námið kemur til móts við vaxandi þörf í atvinnulífinu eftir fólki með sérhæfða menntun til að stýra umfangsmiklum verkefnum.
Nám til MS prófs er 120 e. hið minnsta, þar af 90 e. í námskeiðum, auk MS-ritgerðar 30 e.
 

Um námið

Verkefnastjórnun er m.a. um ákvarðanatöku, áætlanagerð, framkvæmd og eftirfylgni verkefna. Námið er fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu og skilning á verkefnastjórnun innan fyrirtækja og stofnana.
Miðað við fullan námshraða er námið fjögur misseri.

  • Fátt er verkefnastjórnun óviðkomandi
  • Verkefnastjórnun er bæði hagnýtt og fræðilegt nám
  • Eftirsótt kunnátta á vinnumarkaði

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Forkröfur í námið er BA eða BS gráða úr háskóla. Almenna reglan er að umsækjendur hafi lokið grunnnámi með 1. einkunn (7,25). Nemendur eru valdir inn í námið með hliðsjón af fyrra námi og starfsreynslu. Nemendur sem ekki hafa lokið að lágmarki 36 einingum í viðskiptafræði eða skyldum greinum í grunnnámi þurfa við upphaf námsins að ljúka undirbúningsnámskeiðinu VIÐ155M Inngangur að rekstri, námskeiðið er ekki til gráðu. Af þessum 36 einingum skulu að lágmarki 24 einingar vera í eftirfarandi greinum eða sambærilegum: Fjármál, Inngangur að fjárhagsbókhaldi, Rekstrarhagfræði, Aðferðafræði, Inngang að mannauðsstjórnun, Inngang að stjórnun, Inngangur að markaðsfræði, Inngang að verkefnastjórnun, UI – Tölvunotkun og töflureiknir, Lögfræði.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Margrét Lúthersdóttir, deildarstjóri Rauða krossins í Mosfellsbæ
Cecilie Gaihede, Fagstjóri Sarps
Linda Björk Hávarðardóttir, Stjórnarmeðlimur í Verkefnastjórnunarfélagi Íslands
Margrét Lúthersdóttir, deildarstjóri Rauða krossins í Mosfellsbæ
MS í verkefnastjórnun

Nám í verkefnastjórnun er hagnýtt nám með fræðilegum grunni. Verkfærin sem námið veitir eru ekki bara nytsamleg í starfi, heldur einnig til skipulagningar og tímastjórnunar í verkefnum lífsins. Í náminu er góð tenging við atvinnulífið með kynningum og vettvangsferðum og námið opnar á fjölbreytta atvinnumöguleika. Allt frá því að starfa fyrir félagasamtök yfir í að starfa fyrir opinbera geirann eða einkageirann. Viðfangsefni verkefnastjórnunarlínunnar hafa nýst mér gífurlega vel í vinnu minni sem verkefnastjóri.

Cecilie Gaihede, Fagstjóri Sarps
MS í verkefnastjórnun

Með bakgrunn í hugvísindum ákvað ég að sækja um nám í verkefnastjórnun, til að auka möguleika mína á atvinnumarkaði. Það að geta tekið námskeiðið „Inngangur að rekstri“ og með því fengið aðgang inn í mastersnám í Viðskiptafræðideild höfðaði til mín og þá var ekki aftur snúið. Í náminu hef ég lært ótrúlega mikið um sjálfa mig og sömuleiðis að vinna með öðrum. Kennslan var mjög metnaðarfull, bæði fjölbreytt og skemmtileg. Námið krafðist þess að ég lagði mig alla fram og væri vel undirbúin fyrir hvern tíma, til að fá sem mest út úr hverju námskeiði. Tækin, tólin og hugmyndafræði verkefnastjórnunar sem ég hef tileinkað mér í gegnum námið eru hagnýt og hafa gagnast mér mikið þegar það kemur að því að leysa flókin verkefni á skipulagðan hátt. Námið hefur tvímælalaust hjálpað mér í atvinnuleit og eftir námið var ég ekki lengi að fá draumastarfið mitt. Ég myndi hiklaust mæla með mastersnáminu í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands.

Linda Björk Hávarðardóttir, Stjórnarmeðlimur í Verkefnastjórnunarfélagi Íslands
MS í verkefnastjórnun

Í námi mínu í verkefnastjórnun kynntist ég verkfærum verkefnastjórnunar auk þess að læra betur að þekkja sjálfa mig sem stjórnanda. Námið er fjölbreytt og býður upp á ótal möguleika þegar kemur að því að velja námskeið, allt eftir því hvað þú vilt leggja áherslu á í þínu námi. Námið nýtist mér á hverjum degi, sama hvort það er óformlega eða formlega, bæði í starfi og leik. Verkefnastjórnunarnámið er fræðandi og gagnlegt í skemmtilegu umhverfi með áhugaverðum kennurum og fyrirlesurum ásamt fjölbreyttum og eftirminnilegum fyrirlestrum.

Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Mikil eftirspurn er á vinnumarkaði eftir þekkingu á sviði verkefnastjórnunar. Uppbygging námsins miðar að því að búa nemendur undir að sinna krefjandi og flóknum störfum af verkefnatengdum toga, ekki hvað síst í fyrirtækjum sem byggja á verkefnamiðuðu starfi. Sömuleiðis tileinka nemendur sér færni og bæta möguleika sína á að gegna hinum ýmsu stjórnunarstörfum sem bera ábyrgð á og hafa viðfangsefni er varða verkefnastjórnun á sinni könnu bæði hjá einkafyrirtækjum og hinu opinbera. Þeir sem ljúka MS námi í verkefnastjórnun, munu hafa tileinkað sér þekkingu á breiðum grundvelli, sem nýtist í mörgum störfum og rannsóknum.

Texti hægra megin 

Starfsmöguleikar

Nemendur sem ljúka meistaragráðu í verkefnastjórnun eru vel undirbúin til að gegna stjórnunarstörfum sem bera ábyrgð á og hafa viðfangsefni er varða verkefnastjórnun bæði hjá einkafyrirtækjum og hinu opinbera.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500

Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs

Image result for facebook logo Facebook