Skip to main content

Vélaverkfræði

Vélaverkfræði

120 einingar - MS gráða

. . .

Námið er tveggja ára framhaldsnám í vélaverkfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild.

Námið er 120 einingar og samanstendur af 60 einingum í námskeiðum og 60 eininga rannsóknarverkefni eða 90 einingum í námskeiðum og 30 eininga rannsóknarverkefni. 

Nemendur í vélhlutafræði taka í sundur og skoða vélbúnað

Um námið

Námskeið eru valin í samráði við umsjónarkennara.

Öflugar rannsóknir, sterk tengsl við atvinnulífið og alþjóðleg tengsl tryggja að verkefni sem nemendur glíma við í náminu eru raunhæf og byggjast á nýjustu þekkingu.

Val er á milli tveggja kjörsviða:

Að loknu meistaraprófi í vélaverkfræði geta nemendur sótt um leyfi til iðnaðarráðherra til að geta kallað sig verkfræðinga. Starfsheitið er lögverndað.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

  1. Umsækjendur þurfa að hafa lokið BS-prófi í vélaverkfræði eða skyldum greinum frá Háskóla Íslands eða öðru háskólanámi sem metið er jafngilt, með meðaleinkunn að lágmarki 6.5.  Auk þess geta verið kröfur um undirbúningsnámskeið.  
  2. Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, markmið með náminu og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð.
  3. Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands á netfangið umsokn@hi.is. Ef nemandi er að sækja um áframhaldandi nám í sömu deild þarf ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Vélaverkfræðingar frá Háskóla Íslands eru eftirsóttir starfskraftar ekki síst vegna þjálfunar í að beita öguðum vinnubrögðum við lausn flókinna vandamála. Þeir starfa við hönnun og greiningu en einnig sem framkvæmdastjórar og skipuleggjendur.

Sem dæmi um starfsvettvang vélaverkfræðinga má nefna:

  • Framleiðslufyrirtæki
  • Verkfræðistofur
  • Orkufyrirtæki
  • Hugbúnaðarfyrirtæki
  • Fjármálastofnanir
Texti hægra megin 

Doktorsnám

Meistaragráða í vélaverkfræði opnar möguleika á doktorsnámi

Sjá lista yfir allt doktorsnám á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

 Instagram  Twitter  Youtube

 Facebook  Flickr