Val á efni og leiðbeinanda (umsjónarkennara) með lokaritgerð til meistaraprófs | Háskóli Íslands Skip to main content

Val á efni og leiðbeinanda (umsjónarkennara) með lokaritgerð til meistaraprófs

Meistaraprófsritgerð byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Prófessorar, dósentar, lektorar og aðjúnktar í Viðskiptafræðideild geta verið leiðbeinendur í rannsóknarverkefni í meistaranámi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Forstöðumaður námslínunnar úthlutar leiðbeinendum til nemenda eftir efnisvali þeirra. Efnisval skal vera innan sérsviðsins.

Umsókn þessi skal berast í síðasta lagi 8 mánuðum fyrir áætlaða brautskráningu.

Miðað er við að leiðbeinandi nýti að hámarki 40 stundir í leiðbeiningu og yfirlestur meistararitgerðar.

Nemendum er bent á að kynna sér vel reglur um ritgerðir og lokaverkefni (þarfnast innskráningar).

Óski nemandi eftir því að skipta um leiðbeinanda eftir að samningur hefur verið undirritaður verður að gera það í samráði við leiðbeinanda.

Samningurinn gildir í 12 mánuði frá undirritun. Nemendur sem ljúka ekki ritgerð innan
12 mán. verða að sækja um framlengingu samnings hjá leiðbeinanda.

Rannsóknaráætlun er formleg yfirlýsing um hvernig nemandinn hyggst framkvæma rannsóknina og markmið áætlunarinnar er að afmarka verkefnið, skýra tilgang þess, skilgreina rannsóknarspurningar og rannsóknaraðferðir.
Skrifa ca. 5 línur um hvert atriði, endanleg rannsóknaráætlun verður svo gerð í samvinnu við umsjónarkennara/leiðbeinanda að meistararitgerðinni) 1) Kynning á verkefninu, lýsing á viðfangsefninu og afmörkun þess. 2) Atriði er varðar markmið verkefnisins, rannsóknarspurningar og/eða önnur álitamál sem verkefninu er ætlað að varpa ljósi á. 3) Rök fyrir vali á verkefni og upplýsingar um hvernig það tengist, menntun, reynslu og/eða áformum nemandans. 4) Stutt lýsing á fræðilegum bakgrunni ritgerðarefnis (stöðu þekkingar á rannsóknarsviðinu) og skýringar á hugtökum eftir því sem við á. 5) Umfjöllun um siðferðileg álitamál, ef við á og hvaða leyfa þarf að afla, t.d. persónuvernd. 6) Umfjöllun um vísindalegt og/eða hagnýtt gildi verkefnisins.
CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.