Skip to main content

Upplýsingafræði

Upplýsingafræði

30-120 einingar, MA, MIS eða diplóma

. . .

FJARNÁM - STAÐNÁM

Kennsla í upplýsingafræði (áður bókasafns- og upplýsingafræði) er í senn fræðileg og hagnýt og tekur skipulag námsins mið af þeim miklu og hröðu breytingum sem orðið hafa á starfsumhverfi upplýsingafræðinga. Nemendur geta sótt um lögverndað starfsheiti til Menntamálastofnunar að meistaranámi loknu.

Um námið

Nemendur geta sérhæft sig í tilteknum námsleiðum. Sérhæfingin felst í því viðfangsefni sem nemendur velja fyrir lokaritgerð, viðeigandi aðferðafræði- og valnámskeiðum auk málstofu. Kennsla í upplýsingafræði er bæði fræðileg og hagnýt. Skipulag námsins tekur mið af þeim miklu og hröðu breytingum sem orðið hafa á starfsumhverfi upplýsingafræðinga.

Fjarnám

Námskeið í upplýsingafræði eru kennd í fjarnámi, staðnámi eða blöndu af þessu tvennu. Það býður upp á að hægt sé að stunda námið jafnhliða vinnu.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

MA nám:

BA próf í bókasafns- og upplýsingafræði með fyrstu einkunn, eða sambærilegt próf.

MIS nám:
BA, BS, B.Ed. próf með fyrstu einkunn, eða sambærilegt próf.

Diplómanám:
BA, BS, B.Ed. próf, eða sambærilegt próf

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Upplýsingafræði byggir á kunnáttu á eðli og einkennum upplýsinga og þekkingar. Stórtækar framfarir hafa orðið á möguleikum á þessu sviði og er kunnátta á hinum fjölmörgu þáttum sem tengjast öflun, skipulagningu, varðveislu, miðlun og notkun þekkingar og upplýsinga ein meginforsenda þess að hægt sé að nýta þekkingu af hagkvæmni.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

Upplýsingafræðingar starfa í menningar- og upplýsingamiðstöðvum í hverfum eða mennta- og rannsóknastofnunum; við skjalastjórn í skipulagsheildum, s.s. ólíkum fyrirtækjum og stofnunum, félagasamtökum og sveitarfélögum; við upplýsingaarkitektúr og vefstjórnun, sjálfstætt eða í skipulagsheildum þar sem unnið er með upplýsingar og miðlun þeirra.

Nánari upplýsingar eru í kynningarbæklingi

Félagslíf

Ekki er sérstakt nemendafélag fyrir þetta nám en nemendur eru duglegir að hittast í Stúdentakjallaranum sem er veitingastaður, kaffihús og skemmtistaður á neðstu hæð Háskólatorgs. Í stúdentakjallarnum er aðstaða fyrir tónleika, fundi og annað félagslíf nemenda og er opið frá morgni til kvölds alla daga vikunnar. 

Nánar um nemendafélög Háskóla Íslands.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500