
Upplýsingafræði
30-120 einingar, MA eða diplóma
FJARNÁM - STAÐNÁM
Kennsla í upplýsingafræði (áður bókasafns- og upplýsingafræði) er í senn fræðileg og hagnýt og tekur skipulag námsins mið af þeim miklu og hröðu breytingum sem orðið hafa á starfsumhverfi upplýsingafræðinga. Nemendur geta sótt um lögverndað starfsheiti til Menntamálastofnunar að meistaranámi loknu.

Um námið
Nemendur geta sérhæft sig í tilteknum námsleiðum. Sérhæfingin felst í því viðfangsefni sem nemendur velja fyrir lokaritgerð, viðeigandi aðferðafræði- og valnámskeiðum auk málstofu. Kennsla í upplýsingafræði er bæði fræðileg og hagnýt. Skipulag námsins tekur mið af þeim miklu og hröðu breytingum sem orðið hafa á starfsumhverfi upplýsingafræðinga.

Fjarnám
Námskeið í upplýsingafræði eru kennd í fjarnámi, staðnámi eða blöndu af þessu tvennu. Það býður upp á að hægt sé að stunda námið jafnhliða vinnu.