
Uppeldis- og menntunarfræði
60 einingar - Viðbótardiplóma
Viðbótardiplóma í uppeldis- og menntunarfræði er hugsuð fyrir þá sem vilja efla tengsl við vettvang og bæta við sig námi á meistarastigi án þess að fara í fullt meistaranám. Umsækjendur þurfa að hafa lokið bakkalárgráðu, að jafnaði með fyrstu einkunn. Námið er skipulagt sem staðnám eða sveigjanlegt nám í eitt til tvö ár.

Um námið
Í boði eru þrjú spennandi kjörsvið og sérhæfa nemendur sig í einu þeirra. Lesa má nánar um kjörsviðin í kennsluskrá.
- Áhætthegðun og velferð
- Samfélag og fjölmenning
- Nám fullorðinna

Áherslur í námi
Meginmarkmið námsins er að efla tengsl við vettvang og auka sveigjanleika með því að bjóða diplómunám fyrir fólk sem vill bæta við sig námi á meistarastigi án þess að fara í fullt meistaranám. Að lokinni viðbótardiplómu getur nemandi farið í áframhaldandi nám til meistaragráðu.
Nemandi sem tekinn er inn á námsleiðina verður að hafa lokið grunnnámi, þ.e. BA, BS eða B.Ed.-námi, eða sambærilegu námi, að jafnaði með fyrstu einkunn, 7,25 en þó aldrei lægri einkunn en 6,5.