Skip to main content

Uppeldis- og menntunarfræði, viðbótardiplóma 60e

Uppeldis- og menntunarfræði

60 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Viðbótardiplóma í uppeldis- og menntunarfræði er hugsuð fyrir þá sem vilja efla tengsl við vettvang og bæta við sig námi á meistarastigi án þess að fara í fullt meistaranám. Umsækjendur þurfa að hafa lokið bakkalárgráðu, að jafnaði með fyrstu einkunn. Námið er skipulagt sem staðnám eða sveigjanlegt nám í eitt til tvö ár.

Um námið

Í boði eru þrjú spennandi kjörsvið og sérhæfa nemendur sig í einu þeirra. Lesa má nánar um kjörsviðin í kennsluskrá.

  • Áhætthegðun og velferð
  • Samfélag og fjölmenning
  • Nám fullorðinna

Áherslur í námi

Meginmarkmið námsins er að efla tengsl við vettvang og auka sveigjanleika með því að bjóða diplómunám fyrir fólk sem vill bæta við sig námi á meistarastigi án þess að fara í fullt meistaranám. Að lokinni viðbótardiplómu getur nemandi farið í áframhaldandi nám til meistaragráðu.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Nemandi sem tekinn er inn á námsleiðina verður að hafa lokið grunnnámi, þ.e. BA, BS eða B.Ed.-námi, eða sambærilegu námi, að jafnaði með fyrstu einkunn, 7,25 en þó aldrei lægri einkunn en 6,5. 

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Að loknu námi opnast ýmsir möguleikar sem tengjast viðkomandi sérsviði, svo sem ýmis störf í skóla án aðgreiningar, stjórnun, fullorðinsfræðslu og símenntun.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Kennsluráðgjöf í skóla án aðgreiningar
  • Símenntun í fyrirtækjum
  • Þróunarstarf í menntastofnunum

Félagslíf

Í uppeldis- og menntunarfræði er starfandi nemendafélagið Tumi. Farið er í vísindaferðir, haldnar árshátíðir, Pubquiz og próflokaskemmtanir. Tumi starfar með öðrum nemendafélögum sviðsins og er boðið upp á marga sameiginlega viðburði. Tumi er einnig hagsmunafélag og er nemendum innan handar.

Þú gætir líka haft áhuga á:
Hagnýt heilsuefling, ViðbótardiplómaHeilbrigði og heilsuuppeldi, ViðbótardiplómaTómstunda- og félagsmálafræði, Viðbótardiplóma
Þú gætir líka haft áhuga á:
Hagnýt heilsuefling, ViðbótardiplómaHeilbrigði og heilsuuppeldi, Viðbótardiplóma
Tómstunda- og félagsmálafræði, Viðbótardiplóma

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525-5950
mvs@hi.is