Uppeldis- og menntunarfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Uppeldis- og menntunarfræði

Uppeldis- og menntunarfræði

180 einingar - BA gráða

. . .

Í uppeldis- og menntunarfræði er fengist við spurningar sem tengjast þroska og uppeldi barna og unglinga, samskiptum fólks, sjálfsmyndum einstaklinga og hópa, fjölskyldum, skólum, kynferði og kyngervi, menningarlegum margbreytileika, menntun og starfsframa og þróun skólakerfa. Námið felur í sér fjölbreytta grunnmenntun sem undirbýr fólk til starfa á fjölmörgum sviðum uppeldis-, félags- og tómstundamála.

Um námið

Nám í uppeldis- og menntunarfræði skiptist í skyldunámskeið og fjölda valnámskeiða þar sem nemendur geta dýpkað þekkingu sína á ákveðnum viðfangsefnum og lýkur með fræðilegri BA-ritgerð. Meðal skyldunámskeiða eru:
• Inngangur að uppeldis- og menntunarfræði
• Þroskasálfræði
• Samskipti í uppeldis- og fræðslustarfi
• Fjölskyldur í nútímasamfélagi
• Aðferðafræði

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Stúdentspróf eða annað sambærilegt próf.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Jónína Sigurðardóttir
Jón Vilberg Jónsson
Jónína Sigurðardóttir
Uppeldis- og menntunarfræði

Ég hef alltaf haft áhuga á velferð barna og þess vegna valdi ég nám í uppeldis- og menntunarfræði. Námið er fyrir alla þá sem hafa hug á að móta komandi kynslóðir og gera þær enn betri.

Jón Vilberg Jónsson
Uppeldis- og menntunarfræði

Ég valdi námið vegna þess að ég tel að uppeldi og menntun skipti lykilmáli í nútímasamfélagi. Námið hefur farið fram úr öllum mínum væntingum og er bæði gefandi og áhugavert. Ég hlakka til að starfa á þessum mikilvæga vettvangi í framtíðinni.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Í náminu búa nemendur sig undir fjölbreytileg störf við rannsóknir á sviði uppeldis og kennslu, menntunar og umönnunar eða störf þar sem rannsóknir eru nýttar við stefnumótun og stjórnun í skólakerfinu sem og annars staðar í atvinnulífinu.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Kennsla
  • Stjórnun
  • Ráðgjöf
  • Rannsóknir

Félagslíf

Í uppeldis- og menntunarfræði er starfandi nemendafélagið Tumi. Farið er í vísindaferðir, haldnar árshátíðir, Pubquiz og próflokaskemmtanir. Tumi starfar með öðrum nemendafélögum sviðsins og er boðið upp á marga sameiginlega viðburði. Tumi er einnig hagsmunafélag og er nemendum innan handar. 

Þú gætir líka haft áhuga á:
Alþjóðlegt nám í menntunarfræðiSálfræðiGrunnskólakennsla yngri barna
Þú gætir líka haft áhuga á:
Alþjóðlegt nám í menntunarfræðiSálfræði
Grunnskólakennsla yngri barna

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525-5950
menntavisindasvid@hi.is

Fyrirspurnum um námið í deildinni er beint til Jóhönnu K. Traustadóttur, deildarstjóra.

Sími 525-5951
jkt@hi.is