
Uppeldis- og menntunarfræði
180 einingar - BA gráða
Í uppeldis- og menntunarfræði er fengist við spurningar sem tengjast þroska og uppeldi barna og unglinga, samskiptum fólks, sjálfsmyndum einstaklinga og hópa, fjölskyldum, skólum, kynferði og kyngervi, menningarlegum margbreytileika, menntun og starfsframa og þróun skólakerfa. Námið felur í sér fjölbreytta grunnmenntun sem undirbýr fólk til starfa á fjölmörgum sviðum uppeldis-, félags- og tómstundamála.

Um námið
Nám í uppeldis- og menntunarfræði skiptist í skyldunámskeið og fjölda valnámskeiða þar sem nemendur geta dýpkað þekkingu sína á ákveðnum viðfangsefnum og lýkur með fræðilegri BA-ritgerð. Meðal skyldunámskeiða eru:
• Inngangur að uppeldis- og menntunarfræði
• Þroskasálfræði
• Samskipti í uppeldis- og fræðslustarfi
• Fjölskyldur í nútímasamfélagi
• Aðferðafræði