Skip to main content

Umhverfisverkfræði

Umhverfisverkfræði

120 einingar - MS gráða

. . .

Námið er tveggja ára framhaldsnám í umhverfisverkfræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild.
Námið er 120 einingar og samanstendur annaðhvort af 60 einingum í námskeiðum og 60 eininga rannsóknarverkefni eða 90 einingum í námskeiðum og 30 einingum í rannsóknarverkefni.

  Um námið

  Val á námskeiðum er í samráði við umsjónarkennara.

  Í meistaranáminu sérhæfa nemendur sig í umhverfisverkfræði. í boði er þrjú kjörsvið sem má aðlaga nánar að þörfum hver og eins nemenda.

  Kjörsvið í boði:

  Öflugar rannsóknir, sterk tengsl við atvinnulífið og alþjóðleg tengsl tryggja að verkefni sem stúdentar glíma við eru raunhæf og byggjast á nýjustu þekkingu.

  Að loknu meistaraprófi í umhverfisverkfræði geta nemendur sótt um leyfi til iðnaðarráðherra til að geta kallað sig verkfræðinga. Starfsheitið er lögverndað.

  Inntökuskilyrði

  Framhaldsnám

  1. BS-próf í umhverfis- og byggingarverkfræði eða skyldri grein með meðaleinkunn 6,5 eða hærri. Þeir sem ekki hafa próf í umhverfis- og byggingarverkfræði þurfa að uppfylla forkröfur sem Umhverfis- og byggingarverkfræðideild setur, sjá forkröfur.  Ákvæði til bráðabirgða: Ákvæði reglna nr. 259/2004 um meistaranám við verkfræðideild Háskóla Íslands gilda um lágmarkseinkunn fyrir þá sem innrituðust í grunnnám í verkfræði og tölvunarfræði á vormisseri 2012 eða fyrr. Sjá nánar: https://www.hi.is/haskolinn/reglur_nr_994_2017
  2. Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, markmið með náminu og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð.
  3. Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands á netfangið umsokn@hi.is. Ef nemandi er að sækja um áframhaldandi nám í sömu deild þarf ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum.

  Sjáðu um hvað námið snýst

  Mynd að ofan 
  Texti vinstra megin 

  Starfsvettvangur

  Starfsvettvangur þeirra sem lokið hafa prófi í umhverfisverkfræði er mjög fjölbreyttur. Meðal þeirra starfa sem umhverfisverkfræðingar sinna er að:

  • Hanna mannvirki á borð við hús, brýr, vegi, hafnir, stíflur og orkuver.
  • Tryggja heilnæmt umhverfi með því að finna lausnir sem lágmarka mengun frá íbúabyggð, umferð og iðnaði.
  • Hanna, skipuleggja og stjórna mannvirkjum sem stýra og nýta vatnsauðlindina eins og vatnsaflsvirkjanir, vatnsveitur, fráveitur, skólphreinsistöðvar og strandmannvirki.
  • Fækka umferðarslysum með bættri hönnun.
  • Reikna burðarþol og tryggja að mannvirki standist óblíð náttúruöfl.
  • Greina umhverfishættur eins og jarðskjálfta og snjóflóð til þess að auka öryggi.
  • Stjórna og hafa eftirlit með framkvæmdum.
  • Meta umhverfisáhrif framkvæmda.
  • Greina gögn og þróa tölvulíkön til þess að spá fyrir um framtíð þjóðfélagsins.
  • Starfa í þverfræðilegum hópum við hönnun og skipulag umhverfis og byggðar með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
  Texti hægra megin 

  Doktorsnám

  Meistaragráða í umhverfisverkfræði opnar möguleika á doktorsnámi.

  Sjá lista yfir allt doktorsnám á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands.

  Hafðu samband

  Nemendaþjónusta VoN
  s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
  Opið virka daga frá 09:00-15:30

  Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
  Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

  Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

   Instagram  Twitter  Youtube

   Facebook  Flickr