Umhverfis- og auðlindafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Umhverfis- og auðlindafræði

Háspennulína

Umhverfis- og auðlindafræði

180 einingar - Doktorspróf

. . .

Doktorsnám í umhverfis- og auðlindafræðum er þriggja ára fræðilegt og rannsóknatengt framhaldsnám. Doktorsnámið felst einkum í sjálfstæðri rannsókn sem lýkur með doktorsritgerð.

Námið

Markmið doktorsnáms í umhverfis- og auðlindafræðum er að veita doktorsnemum vísindalega þjálfun og búa þá undir vísindastörf, t.a.m. háskólakennslu eða sérfræðingsstörf hjá vísindalegum rannsóknastofnunum. Doktorspróf í umhverfis- og auðlindafræðum veitir rétt til lærdómstitilsins doktor (Doctor of Philosophy, philosophiae doctor, Ph.D.) í umhverfis- og auðlindafræðum. 

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

MS- eða MA próf í umhverfis- og auðlindafræðum með fyrstu einkunn frá Háskóla Íslands, eða samsvarandi próf frá öðrum háskóla. Ef undirbúningur doktorsnemans er ekki jafngildur þeim undirbúningi sem meistarapróf á sérsviðinu á að tryggja, skal gera kröfur um frekara nám eftir því sem ástæða þykir til.

Hafðu samband

Upplýsingar um námið veitir
Bjargey Anna Guðbrandsdóttir verkefnisstjóri
umhverfi@hi.is
Sími: 525-5457
Bókaðu fjarfund í bókunargátt