
Tungumálakennsla
120 einingar - MT gráða
Tungumálakennsla
Tungumálakunnátta er mikilvæg í vaxandi fjölmenningarsamfélagi. Námið byggir á uppeldis- og kennslufræði og kjörsvið þess tungumáls sem þú velur. Námið er hagnýtt að hluta með kennslu á vettvangi. MT gráða í tungumálakennslu uppfyllir öll skilyrði til að fá réttindi sem kennari í tungumáli kjörsviðs.

Um námið
Markmiðið með meistaranáminu er að efla færni þína við kennslu á því tungumáli sem þú hefur sérhæft þig í. Val er á milli fimm kjörsviða sem eru:
Námið tilheyrir Hugvísindasviði, Mála- og menningardeild.

Uppbygging námsins
Í fyrsta hluta námsins eru námskeið í uppeldis- og kennslufræði. Kennsla er í samvinnu við Menntavísindasvið.
Í síðari hluta námsins eru námskeið á kjörsviði þess tungumáls sem þú velur.
Þetta er starfsmiðað nám sem ætlað er jafnt starfandi kennurum og þeim sem hyggja á kennslu innan íslenska skólakerfisins. Námið er góður undirbúningur undir störf sem fela í sér umsjón með tungumálakennslu í skólum eða fræðsluumdæmum.
Inntökukrafa er BA-próf með fyrstu einkunn (a.m.k. 120e) í einhverjum af eftirfarandi tungumálum: ensku, dönsku, frönsku, þýsku og spænsku. Nemendur sem hafa lokið B.Ed.-prófi með ensku/dönsku/frönsku/þýsku/spænsku sem kjörsvið geta einnig sótt um inngöngu í námið.
Þeir sem hafa lokið B.Ed.-prófi þurfa þó að ljúka undirbúningsnámi á BA-stigi áður en þeir hefja nám til MT-prófs. Þeir sem höfðu tungumálið sem kjörsvið þurfa að jafnaði að taka allt fyrsta árið í BA í ensku/dönsku/frönsku/þýsku/spænsku (MOM-námskeiðin eru undanskilin) og skrifa BA-ritgerð í viðkomandi tungumáli. Þeir sem höfðu ekki tungumálið sem kjörsvið taka að jafnaði 120 einingar í BA-náminu í ensku/dönsku/frönsku/þýsku/spænsku (MOM-námskeiðin eru undanskilin) og skrifa BA-ritgerð. Skilyrði er því að hafa skrifað lokaritgerð í grunnnáminu.