Skip to main content

Trúarbragðafræði

""

Trúarbragðafræði

120 einingar - MA gráða

. . .

Boðið er upp á M.A.-nám í trúarbragðafræði fyrir nemendur sem hafa BA próf í sagnfræði, heimspeki, bókmenntafræði, félagsfræði, þjóðfræði, stjórnmálafræði, uppeldis-og menntunarfræði auk hugsanlega fleiri greina með samþykki deildarinnar.

Um námið

Meistaranám í trúarbragðafræði er tveggja ára (fjögurra missera) framhaldsnám til 120 ECTS-eininga á háskólastigi, þar sem fræðileg vinnubrögð, rannsóknir og kenningar er samtvinnað.

Nánari upplýsingar um framhaldsnám í trúarbragðafræði.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-próf í guðfræði eða öðrum greinum frá  Hugvísindasviði, Félagsvísindasviði eða  B. Ed.   próf frá Menntavísindasviði með fyrstu einkunn 7,25  eða sambærilegt nám sem deildin metur.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Halldór Nikulás Lárusson
Anna Marí Ingvadóttir
Halldór Nikulás Lárusson
Trúarbragðafræðinemi

Trú og trúarbrögð hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda og eru samofin allri menningu á einn eða annan hátt. Enginn hér á landi er hæfari til fræðslu um þetta mikla mótunarafl kynslóðanna en Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Ég hef notið lifandi kennslustunda og umræðna, þar sem kennarar og starfsfólk deildarinnar hafa opnað undraveröld trúarbragðanna, aukið innsæi og skilning á mannlegri hegðun og varpað ljósi á mismunandi hugmyndafræði sem verður til í umhverfi trúarbragða. Alvöru nám!

Anna Marí Ingvadóttir
Trúarbragðafræðinemi

Ég er afskaplega ánægð með trúarbragðafræðina. Það kom á óvart hversu fjölbreytt námið er - en til boða stendur þó nokkuð frjálst val á námskeiðum háskólans. Það er mikilvægur kostur því nemendur koma að þessu námi með ólíkan menntunarbakgrunn og ólík áhugasvið. Í mínum huga stendur því fjölbreytileikinn upp úr – í náminu og á meðal námsfélaganna.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.