Trúarbragðafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Trúarbragðafræði

Trúarbragðafræði

120 einingar - MA gráða

. . .

Boðið er upp á M.A.-nám í trúarbragðafræði fyrir nemendur sem hafa BA próf í sagnfræði, heimspeki, bókmenntafræði, félagsfræði, þjóðfræði, stjórnmálafræði, uppeldis-og menntunarfræði auk hugsanlega fleiri greina með samþykki deildarinnar.

Um námið

Meistaranám í trúarbragðafræði er tveggja ára (fjögurra missera) framhaldsnám til 120 ECTS-eininga á háskólastigi, þar sem fræðileg vinnubrögð, rannsóknir og kenningar er samtvinnað.

Nánari upplýsingar um framhaldsnám í trúarbragðafræði.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-próf með 1. einkunn veitir aðgang að meistaranámi á háskólastigi.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Anna Marí Ingvadóttir
Halldór Nikulás Lárusson
Anna Marí Ingvadóttir
Trúarbragðafræðinemi

Ég er afskaplega ánægð með trúarbragðafræðina. Það kom á óvart hversu fjölbreytt námið er - en til boða stendur þó nokkuð frjálst val á námskeiðum háskólans. Það er mikilvægur kostur því nemendur koma að þessu námi með ólíkan menntunarbakgrunn og ólík áhugasvið. Í mínum huga stendur því fjölbreytileikinn upp úr – í náminu og á meðal námsfélaganna.

Halldór Nikulás Lárusson
Trúarbragðafræðinemi

Trú og trúarbrögð hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda og eru samofin allri menningu á einn eða annan hátt. Enginn hér á landi er hæfari til fræðslu um þetta mikla mótunarafl kynslóðanna en Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Ég hef notið lifandi kennslustunda og umræðna, þar sem kennarar og starfsfólk deildarinnar hafa opnað undraveröld trúarbragðanna, aukið innsæi og skilning á mannlegri hegðun og varpað ljósi á mismunandi hugmyndafræði sem verður til í umhverfi trúarbragða. Alvöru nám!

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga.
Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.