Skip to main content

Tómstunda- og félagsmálafræði, M.Ed.

""

Tómstunda- og félagsmálafræði

120 einingar - M.Ed. gráða

. . .

Tómstundir, frítími og félagsmál verða sífellt mikilvægari þættir í lífi fólks. Námið er ætlað þeim sem vilja virkja og valdefla fólk á vettvangi félagsmiðstöðva, frístundaheimila, félagsstarfi aldraðra, í æskulýðsstarfi og/eða innan skólastofnana. Nemendur öðlast þekkingu á fræðasviði tómstunda- og félagsmála, s.s. kenningum um gildi reynslunáms, óformlegs náms, lífsleikni, áhættuhegðunar og forvarna.

Um námið

M.Ed. í tómstunda- og félagsmálafræði er tveggja ára meistaranám sem lýkur með 30 eininga lokaverkefni. Í náminu öðlast nemendur þekkingu í  tómstundafræði, aðferðafræði og félagsvísindum. Nemendum gefst kostur á að sérhæfa sig í námskeiðum að eigin vali. 

Í boði eru tvö kjörsvið:

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Við inntöku í meistaranám gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið fyrstu háskólagráðu (B.Ed., BA eða BS) með fyrstu einkunn (7,25).

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Drifkraftur tómstunda- og félagsmálafræði felst í tiltrúnni á manneskjuna og gildi samveru. Hin faglega þekking liggur m.a. í að skilja ákveðna hegðun og styrkja einstaklinga með því að leiðbeina um samskipti og hvernig leitast má við að lifa í sátt við umhverfi sitt. Starfsvettvangur tómstunda- og félagsmálafræðinga er afar fjölbreyttur.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Ferðaþjónusta og viðburðastjórnun
  • Félagsmiðstöðvar og ungmennahús
  • Forvarna- og meðferðarstarf
  • Frístundaheimili
  • Leik- og grunnskólar
  • Hjálparstörf og félagasamtök
  • Íþróttafélög
  • Skrifstofur íþrótta- og tómstundamála
  • Þjónustumiðstöðvar aldraðra
  • Æskulýðsfélög og sjálfboðaliðasamtök

Félagslíf

Nemendafélagið TUMI er félag þroskaþjálfanema og tómstunda- og félagsmálafræðinema við Háskóla Íslands. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum. Fylgstu með TUMA á Facebook!

Þú gætir líka haft áhuga á:
Grunnskólakennsla yngri barna, M.Ed.Uppeldis- og menntunarfræðiLeikskólakennarafræði, M.Ed.
Þú gætir líka haft áhuga á:
Grunnskólakennsla yngri barna, M.Ed.Uppeldis- og menntunarfræði
Leikskólakennarafræði, M.Ed.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is