
Tómstunda- og félagsmálafræði
120 einingar - M.Ed. gráða
Tómstundir, frítími og félagsmál verða sífellt mikilvægari þættir í lífi fólks. Námið er ætlað þeim sem vilja virkja og valdefla fólk á vettvangi félagsmiðstöðva, frístundaheimila, félagsstarfi aldraðra, í æskulýðsstarfi og/eða innan skólastofnana. Nemendur öðlast þekkingu á fræðasviði tómstunda- og félagsmála, s.s. kenningum um gildi reynslunáms, óformlegs náms, lífsleikni, áhættuhegðunar og forvarna.

Um námið
M.Ed. í tómstunda- og félagsmálafræði er tveggja ára meistaranám sem lýkur með 30 eininga lokaverkefni. Í náminu öðlast nemendur þekkingu í tómstundafræði, aðferðafræði og félagsvísindum. Nemendum gefst kostur á að sérhæfa sig í námskeiðum að eigin vali.
Í boði eru tvö kjörsvið:
Við inntöku í meistaranám gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið fyrstu háskólagráðu (B.Ed., BA eða BS) með fyrstu einkunn (7,25).