
Tölfræði
120 einingar - MS gráða
. . .
Meistaranám í tölfræði er skipulagt sem tveggja ára nám þar sem meistaraverkefni er yfirleitt 60 einingar og námskeið 60 einingar.
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Um námið
Þungamiðjan í meistaranámi í tölfræði er viðamikið rannsóknaverkefni.
Nemendur þurfa að ljúka, eða hafa lokið í fyrra námi sínu, inngangsnámskeiði í kennilegri tölfræði ásamt línulegri algebru, einvíðri og fjölvíðri stærðfræðigreiningu.
- BS-próf eða sambærilegt með meðaleinkunn a.m.k. 6,5. Nemendur þurfa að ljúka, eða hafa lokið í fyrra námi sínu, inngangsnámskeiði í kennilegri tölfræði ásamt línulegri algebru, einvíðri og fjölvíðri stærðfræðigreiningu.
- Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, markmið með náminu og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð.
- Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands á netfangið umsokn@hi.is. Ef nemandi er að sækja um áframhaldandi nám í sömu deild þarf ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum.