Þýðingafræði, aukagrein | Háskóli Íslands Skip to main content

Þýðingafræði, aukagrein

Þýðingafræði

Aukagrein

. . .

Þýðinganám er vísast það nám sem mesta möguleika veitir tungumálafólki til að nýta sér þekkingu sína í atvinnuskyni. Nám í þýðingafræði undirbýr nemendur í miðlun upplýsinga milli menningarheima og eru viðfangsefnin af margvíslegu tagi.

Um námið

Kennsla í þýðingafræði fer fram í fyrirlestrum og verklegum æfingum, bæði í málverum og tölvustofum. Nemendur eru þjálfaðir í að þýða og túlka. Námið skiptist gróflega í þrjár meginstoðir, fræðilegan kjarna, móðurmál og erlent mál og geta nemendur valið námskeið saman eftir áhugasviðum sínum.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Stúdentspróf.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar að námi loknu

Þýðinganám er vísast það nám sem mesta möguleika veitir tungumálafólki til að nýta sér þekkingu sína í atvinnuskyni. Þýðingar felast ekki lengur í því að sitja aðeins einn eða ein við tölvu og þýða lítið ljóð af einu blaði á annað (þótt auðvitað gerist það enn) heldur í fjölda verkefna sem tengjast miðlun upplýsinga milli menningarheima og það á margvíslegu formi. Textahönnun, margtyngdir textar, erlend markaðssetning, fjölmiðlaþýðingar; allt eru þetta verkefni sem vel menntaðir þýðingafræðingar geta leyst betur en margir aðrir. Og störfin eru ekki bundin við heimalandið, heldur er hnötturinn vinnusvæði þýðingafræðinga, annaðhvort í sýnd eða reynd.

Nám í þýðingafræði nýtist á mörgum sviðum: Í alþjóðaviðskiptum eru þýðingar nauðsynlegur þáttur, íslenskar bókmenntir þurfa á þýðingum að halda, stjórnkerfið allt er í sífelldu sambandi við útlönd, ferðaþjónustan þarf á þýðingum að halda, fjölmiðlarnir birta erlendar fréttir og skemmtiefni í miklum mæli, stærstu þýðingar Íslandssögunnar verða til í tölvuheiminum og þannig má lengi áfram halda. Þýðinganám er því góður grunnur fyrir þá sem starfa í alþjóðasamskiptum eða við miðlun upplýsinga, útgáfu eða annað þvíumlíkt.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Stjórnsýsla.
  • Alþjóðaviðskipti.
  • Bókmenntaþýðingar.
  • Ferðaþjónusta.
  • Þýðingar í fjölmiðlum.

Félagslíf

Nemendur í þýðingafræði eru með félagið Babel sem meðal annars nýtir sér vefinn til samskipta.

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl. 10:00–12:15 og lokað eftir hádegi. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.