
Þýðingafræði
MA gráða
Helstu markmið náms í þýðingum og túlkun eru að gera mönnum kleift að starfa á þeim vettvangi, annaðhvort sem atvinnumenn á þessum sviðum eða sem fræðimenn, stundum hvort tveggja. Þetta er nám sem tengir saman fræði og framkvæmd alveg frá upphafi og nemendur fá mikla æfingu í hinum praktíska þætti námsins samhliða hinum fræðilega.

Um námið
Helstu markmið náms í þýðingum og túlkun eru að gera mönnum kleift að starfa á þeim vettvangi, annaðhvort sem atvinnumenn á þessum sviðum eða sem fræðimenn, stundum hvort tveggja. Þetta er nám sem tengir saman fræði og framkvæmd alveg frá upphafi og nemendur fá mikla æfingu í hinum praktíska þætti námsins samhliða hinum fræðilega.
Stúdent sem útskrifast hefur með BA‒próf með fyrstu einkunn (7,25) eða sambærilega námsgráðu getur sótt um að innritast í nám í þýðingafræði eða nytjaþýðingum. Nemandi skal hafa tekið a.m.k. 10 eininga lokaverkefni. Nemendur þurfa að taka hæfnispróf við upphaf náms.