Samstarf | Háskóli Íslands Skip to main content

Samstarf

Miðstöð í lýðheilsuvísindum á gott samstarf við innlenda aðila og er í náinni samvinnu við erlendar menntastofnanir á heimsmælikvarða.

Innanlands liggja fyrir samstarfs- eða viljayfirlýsingar við Bráðamóttöku LSH, Hjartavernd, Krabbameinsfélag Íslands og Embætti landlæknis, en þessar stofnanir gegna veigamiklu hlutverki í forvörnum og gagnasöfnun heilbrigðisupplýsinga á Íslandi. Þessi gögn eru dýrmætur efniviður rannsókna. Sérfræðingar frá ofantöldum stofnunum koma að kennslu og leiðsögn nemenda sem eiga þess einnig kost að vinna rannsóknarverkefni sín í samstarfi við þessar og aðrar innlendar stofnanir.

Harvard School of Public Health, Karolinska Institutet og University of Minnesota hafa undirritað viljayfirlýsingar þess efnis að koma að þróun náms í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Gestaprófessorar frá þessum stofnunum halda styttri námskeið og fyrirlestra, og koma að leiðsögn rannsóknarverkefna.

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.