Rannsóknir | Háskóli Íslands Skip to main content

Rannsóknir

Við Miðstöð í lýðheilsuvísindum eru stundaðar rannsóknir á heimsmælikvarða í samstarfi við innlenda og erlenda fagaðila. Markmið Miðstöðvarinnar er að vera á meðal þeirra fremstu í rannsóknum á sviðum lýðheilsu og birta niðurstöður í viðurkenndum vísindatímaritum á alþjóðavettvangi.

Stór samstarfsverkefni

Áfallasaga kvenna. Í samstarfi við vísindamenn innan Lækna- og Sálfræðideildar Háskóla Íslands, Íslenskrar erfðagreiningar og annarra innlendra og erlendra stofnana. Áfallasaga kvenna er ein stærsta vísindarannsókn sinnar tegundar á heimsvísu þar sem skoðuð eru áhrif áfalla á heilsufar kvenna. Markmið rannsóknarinnar er að skila aukinni þekkingu á algengi ýmiskonar áfalla og ofbeldis meðal kvenna á Íslandi og heilsufarsáhrifum þeirra, en þannig gætu niðurstöður hennar nýst til forvarna gegn ofbeldi og heilsufarsáhrifum þess. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands (unnurav@hi.is). Rannsóknin hefur fengið styrki frá Evr­ópska rann­sókn­a­ráðinu (Europe­an Rese­arch Council) og Rannís. Áfallasaga kvenna hefur einnig tekið höndum saman við UnWomen á Íslandi með það að markmiði að auka þekkingu og vitundarvakningu um áhrif áfalla, þar með talið ofbeldis, á heilsu kvenna.

NorPreSS (Nordic Pregnancy Drug Safety Studies).  Hópur vísindamanna frá öllum norrænu ríkjunum og Bandaríkjunum hefur hlotið um 130 milljóna króna styrk frá rannsóknastofnun Norrænu ráðherranefndarinnar, NordForsk, til að rannsaka áhrif lyfjameðferða á meðgöngu á fæðingarútkomur og þroska barna, þar með talinn námsárangur. Jafnframt er ætlunin að kanna mögulegar afleiðingar þess fyrir heilsufar móður að hætta lyfjameðferð. Að rannsókninni kemur hópur vísindamanna frá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands undir forystu Helgu Zoéga prófessors.

NORDRESS er norrænt rannsóknasamstarf og öndvegissetur um náttúruvá og öryggi samfélaga. Íslenskir vísindamenn fara fyrir þessu setri og hlaut það 420 milljóna króna rannsóknastyrk frá NordForsk árið 2014.

ToPCaP eru alþjóðleg samtök vísindamanna um framþróun þekkingar á krabbameini í blöðruhálskirtli.

Stress response to a lung cancer diagnosis. Rannsóknarverkefni styrkt af Rannís. Samstarfsaðili er Landsspítali-Háskólasjúkrahús, en auk vísindamanna þar koma að verkefninu vísindamenn við Læknadeild Hí, Harvard School og Public Health, Háskólann í Reykjavík, Karolinska Instetutet, TU Dresden og Örebro Universitet.

Helstu rannsóknasvið 

Helstu verkefni Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.