Miðstöð í lýðheilsuvísindum | Háskóli Íslands Skip to main content

Miðstöð í lýðheilsuvísindum

Miðstöð í lýðheilsuvísindum (MLV) er rannsóknarstofnun við Háskóla Íslands og umsjónaraðili þverfræðilegs meistara- og doktorsnáms í lýðheilsuvísindum, faraldsfræði og líftölfræði.Skrifstofa MLV er til húsa á Sturlugötu 8. Erindi má senda á publichealth@hi.is eða hafa samband í síma 525 4956. Viðtalstímar eru eftir samkomulagi milli kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga. 

Námið er skipulagt í samstarfi við öll fræðasvið HÍ. Kennarar námsins koma frá MLV og fjölmörgum deildum HÍ. Auk þeirra sinna kennslu og leiðsögn nemenda fjöldi gestakennara  frá innlendum og erlendum stofnunum í fararbroddi á sínum sviðum.

Við MLV eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir á heimsmælikvarða, í samstarfi við innlenda og erlenda fagaðila. Helstu samstarfstofnanir innanlands eru Embætti landlæknis, Hjartavernd, Krabbameinsfélag Íslands og LSH.

Markmið MLV er að vera á meðal þeirra fremstu í rannsóknum á sviðum lýðheilsuvísinda og birta niðurstöður í viðurkenndum vísindatímaritum á alþjóðavettvangi.

Nánari upplýsingar um rannsóknarverkefni við MLV, birtar vísindagreinar og samstarfsnet má finna á www.epiresearch.hi.is

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.