Miðstöð í lýðheilsuvísindum | Háskóli Íslands Skip to main content

Miðstöð í lýðheilsuvísindum

Miðstöð í lýðheilsuvísindum (MLV) er rannsóknarstofnun Háskóla Íslands á sviðum lýðheilsu og umsjónaraðili þverfræðilegs náms í lýðheilsuvísindum.
Miðstöð í lýðheilsuvísindum, í samstarfi við öll svið Háskóla Íslands, stendur að þverfræðilegu námi í lýðheilsuvísindum.  Stofnun námsins var liður í framkvæmd stefnu Háskólans um að nýta fjölbreytni í starfsemi skólans og alþjóðleg tengsl til þess að efla þverfræðilegt nám og rannsóknir.

Kennarar námsins koma frá Miðstöð í lýðheilsuvísindum og fjölmörgum deildum HÍ, auk þess að koma frá innlendum og erlendum stofnunum sem eru í fararbroddi á sínum sviðum. Það gerir Háskólanum kleift að bjóða upp á einstakt nám og tækifæri til rannsókna.

Miðstöð í lýðheilsuvísindum er einnig öflugt rannsóknarsetur.  Þar eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir á heimsmælikvarða, í samstarfi við innlenda og erlenda fagaðila.

Starfsfólk og kennarar námsins eru aðal- eða meðhöfundar fjölmargra greina ár hvert.

Doktorsritgerðir byggja á birtu efni eða efni samþykktu til birtingar og meistaranemar eru eindregið hvattir til að birta niðurstöður sínar í viðurkenndum fagtímaritum.

Rannsóknir

Við Miðstöð í lýðheilsuvísindum eru stundaðar rannsóknir á heimsmælikvarða í samstarfi við innlenda og erlenda fagaðila.

Markmið Miðstöðvarinnar er að vera á meðal þeirra fremstu í rannsóknum á sviðum lýðheilsu og birta niðurstöður í viðurkenndum vísindatímaritum á alþjóðavettvangi.

Stór samstarfsverkefni

Áfallasaga kvenna.

Í samstarfi við vísindamenn innan Lækna- og Sálfræðideildar Háskóla Íslands, Íslenskrar erfðagreiningar og annarra innlendra og erlendra stofnana.

Áfallasaga kvenna er ein stærsta vísindarannsókn sinnar tegundar á heimsvísu þar sem skoðuð eru áhrif áfalla á heilsufar kvenna.

Markmið rannsóknarinnar er að skila aukinni þekkingu á algengi ýmiskonar áfalla og ofbeldis meðal kvenna á Íslandi og heilsufarsáhrifum þeirra, en þannig gætu niðurstöður hennar nýst til forvarna gegn ofbeldi og heilsufarsáhrifum þess.

Áfallasaga kvenna hefur einnig tekið höndum saman við UnWomen á Íslandi með það að markmiði að auka þekkingu og vitundarvakningu um áhrif áfalla, þar með talið ofbeldis, á heilsu kvenna.

Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er:

  • Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands (unnurav@hi.is).

Rannsóknin hefur fengið styrki frá Evr­ópska rann­sókn­a­ráðinu (Europe­an Rese­arch Council) og Rannís.

NorPreSS (Nordic Pregnancy Drug Safety Studies). 

Hópur vísindamanna frá öllum norrænu ríkjunum og Bandaríkjunum hefur hlotið um 130 milljóna króna styrk frá rannsóknastofnun Norrænu ráðherranefndarinnar, NordForsk.  

Markmiðið er að rannsaka áhrif lyfjameðferða á meðgöngu á fæðingarútkomur og þroska barna, þar með talinn námsárangur.

Jafnframt er ætlunin að kanna mögulegar afleiðingar þess fyrir heilsufar móður að hætta lyfjameðferð.

Að rannsókninni kemur hópur vísindamanna frá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands undir forystu:

ToPCaP eru alþjóðleg samtök vísindamanna um framþróun þekkingar á krabbameini í blöðruhálskirtli.

Stress response to a lung cancer diagnosis er rannsóknarverkefni styrkt af Rannís.

Samstarfsaðili er Landsspítali Háskólasjúkrahús.  En auk vísindamanna þar koma að verkefninu vísindamenn við:

  • Læknadeild Hí
  • Harvard School of Public Health
  • Háskólann í Reykjavík 
  • Karolinska Instetutet
  • TU Dresden
  • Örebro Universitet

   

Samstarf

Miðstöð í lýðheilsuvísindum á gott samstarf við innlenda aðila og er í náinni samvinnu við erlendar menntastofnanir á heimsmælikvarða. 

Innanlands liggja fyrir samstarfs- eða viljayfirlýsingar við Bráðamóttöku LSHHjartaverndKrabbameinsfélag Íslands og Embætti landlæknis, en þessar stofnanir gegna veigamiklu hlutverki í forvörnum og gagnasöfnun heilbrigðisupplýsinga á Íslandi. Þessi gögn eru dýrmætur efniviður rannsókna.

Sérfræðingar frá ofantöldum stofnunum koma að kennslu og leiðsögn nemenda sem eiga þess einnig kost að vinna rannsóknarverkefni sín í samstarfi við þessar og aðrar innlendar stofnanir.

Harvard School of Public HealthKarolinska Institutet og University of Minnesota hafa undirritað viljayfirlýsingar þess efnis að koma að þróun náms í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.

Gestaprófessorar frá þessum stofnunum halda styttri námskeið og fyrirlestra, og koma að leiðsögn rannsóknarverkefna.

Hér má finna vefsíðu námsins


Hafðu samband

Miðstöð í lýðheilsuvísindum
Sturlugötu 8
101 Reykjavík
Sími 525 4956
Netfang: publichealth@hi.is

Viðtalstímar á skrifstofu er skv. samkomulagi.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.