
Miðstöð í lýðheilsuvísindum (MLV) er rannsóknarstofnun við Háskóla Íslands og umsjónaraðili þverfræðilegs meistara- og doktorsnáms í lýðheilsuvísindum, faraldsfræði og líftölfræði.Skrifstofa MLV er til húsa á Sturlugötu 8. Erindi má senda á publichealth@hi.is eða hafa samband í síma 525 4956. Viðtalstímar eru eftir samkomulagi milli kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga.
Námið er skipulagt í samstarfi við öll fræðasvið HÍ. Kennarar námsins koma frá MLV og fjölmörgum deildum HÍ. Auk þeirra sinna kennslu og leiðsögn nemenda fjöldi gestakennara frá innlendum og erlendum stofnunum í fararbroddi á sínum sviðum.
Við MLV eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir á heimsmælikvarða, í samstarfi við innlenda og erlenda fagaðila. Helstu samstarfstofnanir innanlands eru Embætti landlæknis, Hjartavernd, Krabbameinsfélag Íslands og LSH. Markmið MLV er að vera á meðal þeirra fremstu í rannsóknum á sviðum lýðheilsuvísinda og birta niðurstöður í viðurkenndum vísindatímaritum á alþjóðavettvangi.
Hægt er að kynna sér rannsóknarvefsíðu MLV hér: epiresearch.hi.is.