Miðstöð í lýðheilsuvísindum | Háskóli Íslands Skip to main content

Miðstöð í lýðheilsuvísindum

Miðstöð í lýðheilsuvísindum (MLV) er rannsóknarstofnun Háskóla Íslands á sviðum lýðheilsu og umsjónaraðili þverfræðilegs náms í lýðheilsuvísindum.
Miðstöð í lýðheilsuvísindum, í samstarfi við öll svið Háskóla Íslands, stendur að þverfræðilegu námi í lýðheilsuvísindum, og var stofnun námsins liður í framkvæmd stefnu Háskólans um að nýta fjölbreytni í starfsemi skólans og alþjóðleg tengsl til þess að efla þverfræðilegt nám og rannsóknir. Kennarar námsins koma frá Miðstöð í lýðheilsuvísindum og fjölmörgum deildum HÍ, auk þess að koma frá innlendum og erlendum stofnunum sem eru í fararbroddi á sínum sviðum. Það gerir Háskólanum kleift að bjóða upp á einstakt nám og tækifæri til rannsókna.

Miðstöð í lýðheilsuvísindum er einnig öflugt rannsóknarsetur og þar eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir á heimsmælikvarða, í samstarfi við innlenda og erlenda fagaðila. Starfsfólk og kennarar námsins eru aðal- eða meðhöfundar fjölmargra greina ár hvert. Doktorsritgerðir byggja á birtu efni eða efni samþykktu til birtingar og meistaranemar eru eindregið hvattir til að birta niðurstöður sínar í viðurkenndum fagtímaritum.

Hér má finna heimasíðu námsins


Hafðu samband

Miðstöð í lýðheilsuvísindum
Sturlugötu 8
101 Reykjavík
Sími 525 4956
Netfang: publichealth@hi.is

Viðtalstímar á skrifstofu er skv. samkomulagi.

Nánar um rannsóknir og samstarf MLV

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.