Skip to main content

Þroskaþjálfafræði, viðbótardiplóma til starfsleyfis, 60e

Þroskaþjálfafræði til starfsleyfis sem þroskaþjálfi

60 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Þroskaþjálfafræði til starfsleyfis er viðbótarnám fyrir þá sem hafa lokið BA-prófi í þroskaþjálfafræði og vilja öðlast starfsréttindi sem þroskaþjálfi. Námið miðar að því nemendur öðlist þekkingu og hæfni til þess að veita heildræna þjónustu og ráðgjöf í þeim tilgangi að styðja við fullgilda samfélagsþátttöku, mannréttindi, sjálfræði og lífsgæði fólks.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Bakkalárgráða í þroskaþjálfafræði með fyrstu einkunn (7,25).

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Í náminu er sú sýn höfð að leiðarljósi að nemendur upplifi sig að námi loknu sem sterka fagmenn sem byggja starf sitt á framsæknum fræðilegum grunni. Mikil spurn er eftir þroskaþjálfum um allt land og er starfsvettvangur þeirra afar fjölbreyttur. 

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Leik-, grunn- og framhaldsskólar
  • Heimili fatlaðs fólks og vinnustaðir
  • Meðferðarstofnanir
  • Þjónusta og ráðgjöf við fatlað fólk 

Félagslíf

Í þroskaþjálfafræði er starfandi nemendafélagið Tumi. Farið er í vísindaferðir, haldnar árshátíðir, Pubquiz og próflokaskemmtanir. Tumi starfar með öðrum nemendafélögum sviðsins og er boðið upp á marga sameiginlega viðburði. Tumi er einnig hagsmunafélag og er nemendum innan handar.

Þú gætir líka haft áhuga á:
FötlunarfræðiSérkennslufræði og skóli margbreytileikans, M.Ed.Kennslufræði yngri barna í grunnskóla, M.Ed.
Þú gætir líka haft áhuga á:
FötlunarfræðiSérkennslufræði og skóli margbreytileikans, M.Ed.
Kennslufræði yngri barna í grunnskóla, M.Ed.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525-5950
menntavisindasvid@hi.is

Fyrirspurnum um námið í deildinni er beint til Jóhönnu K. Traustadóttur, deildarstjóra.

Sími 525-5951
jkt@hi.is