Þroskaþjálfafræði, MA | Háskóli Íslands Skip to main content

Þroskaþjálfafræði, MA

Þroskaþjálfafræði

120 einingar - MA gráða

. . .

Vilt þú stuðla að jöfnum réttindum og sjálfstæðu lífi fatlaðs fólks? MA-nám í þroskaþjálfafræði er starfstengt og rannsóknatengt nám þar sem nemendur velja hvort þeir fara á starfstengt eða rannsóknatengt kjörsvið. Námið veitir fjölbreytt atvinnutækifæri.

Um námið

MA-nám í þroskaþjálfafræði er tveggja ára nám á meistarastigi sem lýkur með 30 eininga lokaverkefni. Á starfstengdu kjörsviði er markmiðið að nemandi geti búið sig undir að leiða umbóta- og þróunarstarf. Á rannsóknamiðuðu kjörsviði er nemendum gefinn kostur á að sérhæfa sig í rannsóknum á vettvangi fatlaðs fólks.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Við inntöku í meistaranám gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið fyrstu háskólagráðu (B.Ed., BA eða BS) með fyrstu einkunn (7.25).

Umsagnir nemenda

Helena Gunnarsdóttir
Helena Gunnarsdóttir
Nemi í þroskaþjálfafræði

Námið hefur gefið mér tækifæri til að takast á við nýjar áskoranir og bæta við mig fræðilegri þekkingu. Í tengslum við námið hafa mér boðist tækifæri til að taka þátt í rannsóknum og fara út á vettvang sem hefur verið ómetanleg reynsla. 

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Í náminu er sú sýn höfð að leiðarljósi að nemendur upplifi sig að námi loknu sem sterka fagmenn sem byggja starf sitt á framsæknum fræðilegum grunni. Mikil spurn er eftir þroskaþjálfum um allt land og er starfsvettvangur þeirra afar fjölbreyttur. 

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Leik-, grunn- og framhaldsskólar
  • Heimili fatlaðs fólks og vinnustaðir
  • Meðferðarstofnanir
  • Þjónusta og ráðgjöf við fatlað fólk 

Félagslíf

Nemendafélagið TUMI er félag þroskaþjálfanema og tómstunda- og félagsmálafræðinema við Háskóla Íslands. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum. Fylgstu með TUMA á Facebook!

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525-5950
menntavisindasvid@hi.is

Fyrirspurnum er beint til Elínar Jónu Þórsdóttur, deildarstjóra Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar

Sími 525-5912
elinjona@hi.is