
Þjónustustjórnun
120 einingar - MS gráða
Framhaldsnám í þjónustustjórnun til MS gráðu er í senn hagnýtt og fræðilegt nám fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu og skilning á þeim sértæku úrlausnarefnum er tengjast stjórnun í þjónustufyrirtækjum eða stofnunum.
Nám til MS prófs er 120 einingar hið minnsta, þar af 90 einingar í námskeiðum, auk MS-ritgerðar sem er að lágmarki 30 einingar.

Um námið
Kennslan miðar að því að nemandinn geti sýnt fram á þekkingu, leikni og hæfni er tengist fjölbreyttum aðferðum og kenningum þjónustustjórnunar. Viðfangsefni ritgerðarinnar er eitthvert af þeim fjöldamörgu stjórnunarviðfangsefnum sem telja má sértæk, þegar þjónusta er annars vegar.
Miðað við fullan námshraða er námið fjögur misseri.
Almennar kröfur um aðgang að framhaldsnámi gilda, en nemendur skulu hafa lokið BS- eða BA-gráður úr háskóla með fyrstu einkunn (7,25). Ekki er gerð krafa um fyrra nám í viðskiptafræði, en valið er inn í námið á grundvelli árangurs í námi (m.a. í aðferðafræðinámskeiðum) og eftir atvikum með hliðsjón af starfsreynslu. Nemendur sem ekki hafa að lágmarki lokið 60 ECTS í viðskiptafræði eða skyldum greinum í BA- eða BS-námi, þurfa að taka námskeiðið Inngangur að rekstri sem undanfara að náminu samhliða öðrum námskeiðum á fyrstu vikum haustmisserisins.