Skip to main content

Þjónustustjórnun

Þjónustustjórnun

120 einingar - MS gráða

. . .

Framhaldsnám í þjónustustjórnun til MS gráðu er í senn hagnýtt og fræðilegt nám fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu og skilning á þeim sértæku úrlausnarefnum er tengjast stjórnun í þjónustufyrirtækjum eða stofnunum.
Nám til MS prófs er 120 einingar hið minnsta, þar af 90 einingar í námskeiðum, auk MS-ritgerðar sem er að lágmarki 30 einingar.
 

Um námið

Kennslan miðar að því að nemandinn geti sýnt fram á þekkingu, leikni og hæfni er tengist fjölbreyttum aðferðum og kenningum þjónustustjórnunar. Viðfangsefni ritgerðarinnar er eitthvert af þeim fjöldamörgu stjórnunarviðfangsefnum sem telja má sértæk, þegar þjónusta er annars vegar.
Miðað við fullan námshraða er námið fjögur misseri.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Forkröfur í námið er BA eða BS gráða úr háskóla. Almenna reglan er að umsækjendur hafi lokið grunnnámi með 1. einkunn (7,25). Nemendur eru valdir inn í námið með hliðsjón af fyrra námi og starfsreynslu. Nemendur sem ekki hafa lokið að lágmarki 36 einingum í viðskiptafræði eða skyldum greinum í grunnnámi þurfa við upphaf námsins að ljúka undirbúningsnámskeiðinu VIÐ155M Inngangur að rekstri. Af þessum 36 einingum skulu að lágmarki 24 einingar vera í eftirfarandi greinum eða sambærilegum: Fjármál, Inngangur að fjárhagsbókhaldi, Rekstrarhagfræði, Aðferðafræði, Inngang að mannauðsstjórnun, Inngang að stjórnun, Inngangur að markaðsfræði, Inngang að verkefnastjórnun, UI – Tölvunotkun og töflureiknir, Lögfræði.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Heiður Ýr Guðjónsdóttir
Lísa Björg Ingvarsdóttir, viðskiptastjóri GoPro
María Jóna Samúelsdóttir
Heiður Ýr Guðjónsdóttir
MS í þjónustustjórnun

Ég valdi þjónustustjórnun því að ég vissi að það væri nám sem gæti komið mér að góðum notum þar sem þjónustumál fyrirtækja og stofnana hafa rými til að vaxa hér á landi. Námið er nýtt og því spennandi að sjá hvernig það þróast áfram. Mikill lærdómur er fólginn í því að hlusta á kennara, aðra nemendur og þá einstaklinga sem nemendur fá tækifæri til að hitta á vinnumarkaðnum út frá verkefnavinnu. Kennslan er fjölbreytt og skemmtileg og í nokkrum fögum er unnið með raundæmi sem kenna nemendum hvernig hægt er að samtvinna akademíuna og atvinnulífið sem ég tel mjög mikilvægt.

Lísa Björg Ingvarsdóttir, viðskiptastjóri GoPro
MS í þjónustustjórnun

Ég hóf nám í mannauðsstjórnun haustið 2015 með vinnu, en skipti svo yfir í þjónustustjórnun þegar boðið var fyrst upp á þá námsleið árið 2017 og útskrifaðist úr þjónustustjórnun á mannauðslínu í febrúar 2019. Ég valdi að læra við Háskóla Íslands, þar sem ég hafði bakgrunn þaðan og ég vissi að hjá skólanum starfa mjög færir fræðimenn og kennarar sem kunna sitt fag. Mér fannst námið mjög vel skipulagt og alveg frábær grunnur fyrir stjórnendur og starfsfólk sem vinnur í þjónustufyrirtækjum, sem og í annars konar rekstri. Námið er faglega uppsett, skemmtilegt og eru stór verkefni unnin með fyrirtækjum í atvinnulífinu sem er mjög praktískt og lærdómsríkt. Ég hlakka til að taka þá þekkingu sem ég aflaði mér í náminu og nýta hana í atvinnulífinu.

María Jóna Samúelsdóttir
MS í þjónustustjórnun

Ég valdi Háskóla Íslands því námið er mikils metið á vinnumarkaði, góðir kennarar og fræðimenn starfa við skólann. Námið er skemmtilegt og fjölbreytt og mikið er unnið með raundæmi úr atvinnulífinu. Námsleiðirnar eru spennandi og ný námsleið, meistaranám í Þjónustustjórnun vakti sérstakan áhuga minn. Ég er viðskiptafræðingur í grunninn og hef allan minn starfsferil starfað við sölu, markaðsmál og vörumerkjastjórnun. Mikilvægi þjónustu vegur sífellt þyngra í starfsemi fyrirtækja og því finnst mér þessi námsleið góður valkostur fyrir mig, þar sem grunnur minn og starfsreynsla nýtast gríðarlega vel sem undirstaða fyrir þetta nám. Með náminu mun ég útvíkka sérhæfni mína og mögulegur starfsvettvangur mun stækka verulega.

Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Eftirspurn í atvinnulífinu eftir aukinni þekkingu á þjónustustjórnun er mikil og vaxandi. Stór hluti atvinnulífsins er byggður á þjónustu hvort sem um er að ræða einkageirann eða opinbera geirann og kröfur um aukna fagmennsku fer vaxandi. Atvinnutækifærin eru því fjölbreytt og tengjast öllum helstu atvinnugreinum landsins.

Texti hægra megin 

Starfsmöguleikar

  • Ferðaþjónusta
  • Fjármálaþjónusta
  • Velferðarþjónusta
  • Smásala

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500

Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs

Image result for facebook logo Facebook