Skip to main content

Þjóðfræði

Þjóðfræði

120 einingar - MA gráða

. . .

Þjóðfræðin rannsakar hversdagsmenningu, lífshætti og lífssýn á okkar dögum og áður fyrr. Þjóðfræðin rannsakar daglegt líf og daglegt brauð: sögur og sagnir, heimilis- og atvinnuhætti, trú og tónlist, siði og venjur, hátíðir og leiki, föt, tísku og matarhætti um heim allan. Áhersla er lögð á hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi undir kringumstæðum sem það hefur ekki mótað sjálft.

Um námið

Sjónum er beint að alþýðumenningu fyrri tíðar og hversdagsmenningu okkar daga. Þjóðfræðin er kynnt sem fræðigrein á íslenska og alþjóðlega vísu, nemendur tileinka sér sjónarhorn þjóðfræðinnar á samfélagið og læra að beita aðferðum hennar til sjálfstæðra rannsókna. Ennfremur fá þeir trausta undirstöðu í sögu fagsins.

Meira um þjóðfræði

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA, BS, B.Ed.próf með fyrstu einkunn eða sambærilegt próf.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Þjóðfræðingar sem lokið hafa námi frá Háskóla Íslands eru (í stafrófsröð): blaðamenn, bændur, dagskrárstjórar, fararstjórar, fjölmiðlafólk, forstöðumenn og deildarstjórar safna og menningarmiðstöðva, flugfreyjur, framhaldsskólakennarar, framkvæmdastjórar, fræðimenn, fræðslufulltrúar, grunnskólakennarar, háskólakennarar, hjálparstarfsmenn, klæðskerar, kvikmyndagerðarmenn, kynningarfulltrúar, landverðir, leiðsögumenn, menningarfulltrúar, minjaverðir, myndlistarmenn, prófarkalesarar, rithöfundar, ritstjórar, safnstjórar, safnverðir, sýningarhönnuðir, tónlistarfólk, vefstjórar, þáttagerðarfólk, þingmenn og þýðendur.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Blaðamennska
  • Kennsla
  • Fararstjórn
  • Stjórn safna og menningarmiðstöðva
  • Kvikmyndagerð
  • Minjavarsla
  • Ritstjórn
  • Vefstjórn

Félagslíf

Nemendafélagið heitir Þjóðbrók sem sér um að skipuleggja frábæra viðburði sem auka samheldni námsmanna innan þjóðfræðinnar.

Stúdentakjallarinn er veitingastaður, kaffihús og skemmtistaður. Hann er staðsettur á neðstu hæð Háskólatorgs. Þar er aðstaða fyrir tónleika, fundi og annað félagslíf stúdenta og er opið frá morgni til kvölds alla daga vikunnar

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500