
Talmeinafræði, forkröfur
Undirbúningsnám gráða
Undirbúningsnám í talmeinafræði er ætlað nemendum sem hyggja á þverfaglegt meistaranám í talmeinafræði við HÍ.
Áður en sótt er um meistaranámið þarf nemandi að hafa lokið þeim forkröfum sem tilgreindar er hér að neðan.

Um námið
Undirbúningsnámi í talmeinafræði er ætlað að gera nemendum sem hyggja á meistaranám í talmeinafræði við HÍ kleift að uppfylla faglegar forkröfur sem gerðar eru um tiltekin námskeið í íslenskri málfræði og sálfræði.
A.m.k. 120 einingar til BA/BS/BEd-prófs. Námskeið í undirbúningsnáminu geta gilt sem hluti BA/BS/BEd-prófs að einhverju eða öllu leyti skv. reglum viðkomandi deildar.
Getum við aðstoðað?
Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl. 10:00–12:15 og lokað eftir hádegi. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.
Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.
