
Talmeinafræði
120 einingar - MS gráða
Talmeinafræði er þverfræðilegt nám, skipulagt af Menntavísindasviði, Íslensku- og menningardeild, Læknadeild og Sálfræðideild.
Fræðigreinin fjallar um frávik í málþroska, framburði og hljóðkerfisvitund, stam, raddveilur, málstol, kyngingarerfiðleika og skerta boðskiptafærni.
Næst verða teknir inn nemar haustið 2022.
Sjá upplýsingar um forkröfur að náminu hér neðar.

Um námið
MS nám í talmeinafræði er tveggja ára, 120 eininga, þverfræðilegt nám sem miðar að því að veita vísindalega menntun og þjálfun í talmeinafræði og búa nemendur undir störf talmeinafræðinga og vísindastörf sem tengjast greininni.
Nánar um MS nám í talmeinafræði í kennsluskrá.
Handbók nemenda í talmeinafræði. útgáfa 2020
Nemendur sem hefja meistaranám í talmeinafræði skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði:
a. Hafa lokið BA, B.Ed. eða BS prófi með að jafnaði 1. einkunn.
b. Hafa lokið eftirfarandi námskeiðum eða námskeiðum sem metin eru sambærileg af viðkomandi deild Háskóla Íslands:
- Málfræði (íslenska/almenn málvísindi) - 40ECTS
- Málkerfið - hljóð og orð ÍSL209G (10e)
- Inngangur að málfræði ÍSL110G (10e)
- Tal- og málmein AMV309G (10e)
- Máltaka barna ÍSL508G (10e)
- Sálfræði - 35ECTS
- Tölfræði I SÁL102G (10e)
- Tölfræði II SÁL203G (5e)
- Þroskasálfræði SÁL414G (10e)
- Mælinga- og próffræði SÁL418G (10e)
Tekið er inn í meistaranám í talmeinafræði annað hvert ár og takmarkast fjöldi nýrra nemenda við töluna 15.