Tækninám með áherslu á véltækni - grunndiplóma | Háskóli Íslands Skip to main content

Tækninám með áherslu á véltækni - grunndiplóma

""

Tæknifræði

90 einingar - Grunndiplóma

. . .

Námið undirbýr nemendur fyrir fjölmörg störf í hátækniiðnaði.
Áhersla er lögð á vélhönnun, massa módel, hagnýtingu og framleiðsluaðferðir.

Námið er kennt í Tæknifræðisetri Háskóla Íslands í Hafnarfirði og einnig að hluta til í fjarnámi.

""

Tækninám með áherslu á véltækni - grunndiplóma

Námskeiðin eru sett upp með fyrirlestrum og verklegum æfingum. Nemendur fá að kynnast sérhæfðri þekkingu sem beitt er við þróun og hönnun vélbúnaðar.

Námið byggir á góðum raungreinagrunni fyrir áframhaldandi tæknifræðinám á grunnstigi.

Tölvustudd hönnun og kvik frumgerðarsmíði eru meðal áhersluþátta námsins. 

Námið samanstendur af þremur misserum 30 ECTS einingar á misseri. Kenndar eru tvær sjö vikna lotur á hverju misseri, þrír kúrsar í senn 15 ECTS einingar í lotu. 

Meðal viðfangsefna

 • Forritun
 • Tækniteikning
 • Skapandi og gagnrýn skrif
 • Stærðfræði og eðlisfræði
 • Tæknileg skrif
 • Tölvustudd hönnun
 • Vélhlutafræði og aflfræði

  Inntökuskilyrði

  Grunnnám

  Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf.

  Umsækjendur sem stundað hafa nám á framhaldsskólastigi geta öðlast rétt til undanþágu frá framangreindum skilyrðum með því að þreyta stöðumat. Við mat á undanþágu er jafnframt tekið mið af starfsreynslu úr atvinnulífinu.

  Umsækjendur sem uppfylla skilyrði um undanþágu þurfa að:

  1. Sitja undirbúningsnámskeið í stærðfræði á haustmisseri fyrsta árs.
  2. Ljúka undirbúningsnámskeiðum til að öðlast rétt til áframhaldandi náms á vormisseri fyrsta árs.
  Mynd að ofan 
  Texti vinstra megin 

  Starfsvettvangur

  Brautskráðir nemendur starfa við ýmis tæknistörf til að mynda viðhald og uppsetningu á búnaði í ýmsum iðnaðargreinum.

  Þeir aðstoða tækni- og verkfræðinga við hönnun og þróun búnaðar.

  Þeir geta framkvæmt prófanir og komið með tillögur að breytingum og endurbótum, framkvæmt útreikninga fyrir samstarfólk, undirbúið smíðalýsingar fyrir efni og íhluti og áætlað kostnaðarverð fyrir ólíkar útfærslur búnaðar.

  Þeir geta aðstoðað við að skrifa notenda- og tæknihandbækur fyrir vélbúnað. Einnig útfært, framkvæmt og skjalað prófanir. 

  Þeir vinna oft við að meta og prófa vörur og beita mæli- og prófunarbúnaði til að stilla, prófa og gera við vélbúnað.

  Einnig taka þeir þátt í framleiðslu, uppsetningu, og innleiðingu á nýjum vélbúnaði.

  Texti hægra megin 

  Framhaldsnám

  Námið nýtist að fullu við áframhaldandi nám í mekatrónikskri tæknifræði

   Félagslíf

   • Félag nemenda í tæknifræðinámi við Háskóla Íslands heitir ASKIT

   Hafðu samband

   Skrifstofa 
   s. 525 4700 
   Nemendaþjónusta VoN
   s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
   Opið virka daga frá 8:30-16:00

   Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
   Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

   Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

     Instagram   Twitter    Youtube

    Facebook    Flickr