
Tæknifræði
90 einingar - Grunndiplóma
Námið undirbýr nemendur fyrir fjölmörg störf í hátækniiðnaði og störf við hönnun og smíði ýmiskonar rafeinda- og stýrirása.
Námið er kennt í Tæknifræðisetri Háskóla Íslands í Hafnarfirði og einnig að hluta til í fjarnámi.

Tækninám með áherslu á rafeindatækni - grunndiplóma
Námskeiðin eru sett upp með fyrirlestrum og verklegum æfingum sem kynna nemendur fyrir hönnun og þróun rafmagns og rafeindarása.
Verkleg verkefni fela meðal annars í sér að hanna, greina og smíða einfaldar stafrænar og hliðrænar rafmagns- og rafeindaásir.
Námið byggir á góðum raungreinagrunni fyrir áframhaldandi tæknifræðinám á grunnstigi og sérhæfðri tækniþekkingu í rafmagnsfræði og rafeindafræði.
Námið samanstendur af þremur misserum 30 ECTS einingar á misseri. Kenndar eru tvær sjö vikna lotur á hverju misseri, þrír kúrsar í senn 15 ECTS einingar í lotu.
Meðal viðfangsefna
- Forritun
- Tækniteikning
- Rásafræði
- Flétturásir
- Skapandi og gagnrýn skrif
- Eðlisfræði
- Stærðfræði
- Runurásir
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf.
Umsækjendur sem stundað hafa nám á framhaldsskólastigi geta öðlast rétt til undanþágu frá framangreindum skilyrðum með því að þreyta stöðumat. Við mat á undanþágu er jafnframt tekið mið af starfsreynslu úr atvinnulífinu.
Umsækjendur sem uppfylla skilyrði um undanþágu þurfa að:
- Sitja undirbúningsnámskeið í stærðfræði á haustmisseri fyrsta árs.
- Ljúka undirbúningsnámskeiðum til að öðlast rétt til áframhaldandi náms á vormisseri fyrsta árs.

Starfsvettvangur
Brautskráðir nemendur starfa við ýmis tæknistörf til að mynda viðhaldi og uppsetningu á búnaði í ýmsum iðnaðargreinum.
Þeir starfa meðal annars við að:
- Aðstoða tækni- og verkfræðinga við hönnun og þróun búnaðar og við viðhald og uppsetningu búnaðar.
- Framkvæma prófanir og koma með tillögur að breytingum og endurbótum.
- Framkvæma útreikninga, undirbúa smíðalýsingar fyrir efni og íhluti.
- Áætla kostnaðarverð fyrir ólíkar útfærslur búnaðar.
- Aðstoða við að skrifa notenda- og tæknihandbækur .
- Útfæra, framkvæma og skjala prófanir.
- Meta og prófa vörur.
- Beita mæli- og prófunarbúnaði til að stilla, prófa og gera við rafeindabúnað.

Félagslíf
- Félag nemenda í tæknifræðinámi við Háskóla Íslands heitir ASKIT
Hafðu samband
Skrifstofa
s. 525 4700
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00
Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík
Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði
