Skip to main content

Tækninám - Grunndiplóma

Tækninám - Grunndiplóma

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Tækninám

Grunndiplóma – 90 einingar

Grunndiplóma í tæknifræði er hagnýtt nám sem getur leitt til áframhaldandi náms í tæknifræði til BS gráðu. Námið er kennt í Tæknifræðisetri Háskóla Íslands í Hafnarfirði.

Skipulag náms

X

Tæknifræðibrú II (UGR102G)

Námskeiðið miðar að því að veita nemendum heilstyeptan grunn fyrir stæðrfræðigreiningu og nám í Tæknifræði. Sérstök áhersla er lögð á diffurreikninga og notkun þeirra. 

Í námskeiðinu er farið yfir fallahugtök og eiginleika helstu falla, meðalgildissetninguna, markgildi og samfelldni, afleiður, almennar reiknireglur afleiðna, veldaregluna, markgföldunarregluna, kvótaregluna, keðjuregluna, fólgna diffrun og notkun afleiðna   

(í útgildisverkefnum, línulegum nálgunum og markgildisreikningum). Einnig er unnið með stofnföll, 1.stigs afleiðujöfnur og hagnýt verkefni tengd veldisvísivexti og veldisvísishnignun. 

X

Forritun I (TUG101G)

Forritunarmálið C verður notað til að kynnast grundvallaratriðum í tölvuforritun. Æfingar í forritasmíð verða á dagskrá allt misserið. Í lok námsskeiðsins vinna nemendur lokaverkefni og kynna.

X

Inngangur að námi í tæknifræði (UGR103G)

Kynning á námi í tæknifræði en einnig bókasafnsupplýsingar. Hópefti fyrir nýnema. Kynning á tæknifræði sem fagi og þeim hliðum iðnaðarins sem tengjast þeirra sérsviði í náminu. Einnig er kynning á verkstæði þar sem áhersla er lögð á öryggi og viðhaldi tækja.

X

Eðlisfræði I fyrir tæknifræði (UGR104G)

Í námskeiðinu er fjallað um ýmis hugtök og lögmál í eðlisfræði. Meðal umfjöllunarefna eru: einingar, tölur og víddir og meðferð gagna. Hreyfing eftir línu í plani og í rúmi. Hreyfingarlögmál Newtons. Vinna, hreyfi- og stöðuorka og varðveisla orkunnar. Skriðþungi, atlag og árekstrar. Hringhreyfing og aflfræði hringhreyfingar. Jafnvægi, fjaður og lotubundin hreyfing. Þyngd og þyngdarstöðuorka.

X

Línuleg algebra fyrir tæknifræði (UGR107G)

Línuleg algebra leggur grunninn að því að nemendur geti unnið með jöfnuhneppi og fylkjaframsetningu jöfnuhneppa. Verða ýmis verkfæri kynnt sem geta lýst eiginleikum fylkja svo sem eigingildi, eiginvigrar og leysanleiki línulegra kerfa. Línuleg algebra er gagnleg þegar vinna á með marga þætti og stærðir samtímis til að lýsa heildarhegðun kerfa.

Í námskeiðinu verður farið yfir: lausnir línulegra jöfnuhneppa, fylkjareikning, Gauss-Jordan aðferðina, andhverfur fylkja, undirrúm og hliðarrúm, vigra, innfeldi, krossfeldi, reglu Cramers, ákveður, eigingildi, eiginvigra og tvinntölur.

X

Tækniteikning (UGR105G)

Í námskeiðinu er farið yfir grunnaðferðir teiknifræðinnar. Markmiðið er að nemendur öðlist fræðilega undirstöðu, færni í lestri teikninga og miðlun upplýsinga með teikningum. Áhersla er lögð á tengsl milli rúmfræði 3-víðra hluta og 2-víðra mynda af þeim. Ennfremur er farið yfir framsetningu upplýsinga í máli og myndum þannig að nemendur öðlist þekkingu og færni í að ganga frá teikningum og texta í samræmi við kröfulýsingu. Við lausn verkefna er stuðst við teikniforritið AutoCAD.

X

Forritun II (TUG201G)

Í námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði í hlutbundinni forritun með forritunarmálinu C++. Farið verður yfir hugtök eins og klasa, hluti, aðferðir og erfðir. Einnig verður fjallað um hugtök sem tengjast hönnun og byggingu kerfa og vinnubrögð við hlutbundna forritun.

X

Skapandi og gagnrýn skrif (UGR202G)

Námskeiðið undirbýr nemendur í að bera kennsl á og skilja mismunandi áheyrnarhópa og hvernig málfar skuli notað til þess að ná til þessara hópa.

Tilgangur námskeiðsins er ekki kenna nemendum að undirbúa rannsókn í ákveðnu fagi heldur að fara yfir almennar rannsóknaraðferðir og ferli sem hægt er að nota í hinum ýmsu fögum. Í námskeiðinu munu nemendur lesa og taka þátt í umræðum sem varpa ljósi á tilgang mælskufræðinnar. Einnig munu nemendur nota ákveðið ferli til að þróa hugmyndir og texta smám saman. Nemendur munu læra að leysa verkefni og prófspurningar með því að nota aðferðir PWR-writing eða Power Writing. Einnig munu þeir læra um uppbyggingu lokaritgerðar og hvernig skuli styðja hana með gögnum. Notkun á The Modern Language Association verður kennd en það er ákveðið kerfi sem farið er eftir við tilvitnanir heimilda og uppsetningu.

Nemendur velja sér efni sem vekur áhuga þeirra og æfa sig í öllum þeim grunnþáttum sem fræðileg skrif byggja á – að skipuleggja, rannsaka, skrifa, umskrifa, lagfæra og setja upp fyrir kynningu – og að setja efnið fram í formlegu rannsóknarriti. Í námskeiðinu er lögð áhersla á rétta heimildanotkun og uppsetningu. Það hjálpar nemendum að skilja af hverju það er mikilvægt að skrá og vitna í heimildarmenn sína og gera það réttilega og vel. Viðmið um heimildanotkun og uppsetningu frá The Modern Language Association (MLA) verða kennd í námskeiðinu. Önnur viðmið eins og APA og Chicago Manual verða þó einnig kynnt til sögunnar.

X

Stærðfræði I fyrir tæknifræði (UGR206G)

Námskeiðið miðar að því nemendur öðlist þekkingu á heildun og heildisaðferðum, lausnaraðferðum 1.stigs afleiðujafna, runum, röðum og veldaröðum.  

Sérstök áhersla er lögð á heildisreikninga og notkun þeirra. 

 

Í námskeiðinu er farið yfir:  Ákveðin heildi, grundvallarsetningu stærðfræðigreiningarinnar, almennar heildisreglur og eiginleika heildunar, heildun með innsetningu, hlutheildun, heildun með stofnbrotaliðun, óeiginleg heildi, notkun ákveðinna heilda (flatarmál milli falla, rúmmál rúmskika, rúmmál og yfirborðsflatarmál snúða, bogalengd ferla), notkun óákveðinna heilda (lausnaraðferðir við 1.stigs afleiðujöfnum), runur og raðir, samleitnispróf, veldaraðir, Taylor-raðir, og sönnun á jöfnu Eulers.  

X

Stærðfræði II fyrir tæknifræði (UGR204G)

Unnið er áfram með diffurreikninga, heildisreikninga og ýmis atriði úr línulegri algebru, en nú með föllum af fleiri en einni breytistærð. 

Í námskeiðinu er farið yfir stikaferla og pólferla, vigurgild föll, föll af fleiri en einni breytistærð og markgildi þeirra,  hlutafleiður, keðjuregluna, snertiplön, línulegar nálganir, stigla, stefnuafleiður, fólgna diffrun, útgildi, flokkun stöðupunkta, skilyrt útgildi, Lagrange stuðla,  margföld heildi, breytuskipti í heildi, vigursvið, ferilheildi, flatarheildi vigursviðs, setningar Gauss, Greens og Stokes. 

X

Eðlisfræði II fyrir tæknifræði (UGR205G)

Námskeiðið kynnir nemendum aðferðir og grundvallarlögmál rafsegulfræði. Meðal umfjöllunarefna eru: rafhleðsla og rafsvið, lögmál Gauss, rafmætti, rýmd og rafsvarar, rafstraumur, viðnám og íspenna, jafnstraumsrásir, segulsvið og segulkraftar, orsakir segulsviðs, lögmál Ampères og Faradays, span, sjálf- og gagnspan. Námskeiðinu lýkur með stuttri umfjöllun um jöfnur Maxwells.

X

Tæknileg skrif (TÆK208G)

Í námskeiðinu er farið yfir meginreglur við framkvæmd tæknilegra rannsókna og skýrsluskrifa. Sérstök áhersla er lögð á hvernig skuli greina áheyrendur og tilgang rannsókna, flokkun upplýsinga, hvernig skuli endurhanna og nota skýringarmyndir, nota rétta heimildanotkun, búa til heimildaskrá og skrifa ákveðin textaform eins og samantektir, leiðbeiningar og tillögur.

X

Stafrænar rásir I (TÆK302G)

Námskeiðið kynnir nemendur fyrir stafrænum rásum á háskólastigi. Virkni og notkun flétturása, kóðara, afkóðara, lesminni (ROM) og forritanlegs rökrásabúnaðar við rásahönnun. Hönnun og greining reiknirása, samleggjari/frádragari, margfaldari.

Meðal markmiða námskeiðsins er að nemendur átti sig á grundvallaratriðum á greiningu og hönnun stafrænna rása (flétturása) og öðlist reynslu og þekkingu á leiðandi aðferðum við hönnun stafrænna (flétturása) rása.

X

Tölvuhögun (MEK5A7G)

Námskeiðið fjallar um virkni og innviði tölvubúnaðar.  Meðal efnis eru örgjörvar, pípun og samhliðavinnsla, gagnabrautir, inntak og úttak.  Skipanasett röskvatölva er kannað og æfingar gerðar með smalamáli fyrir ARM örgjörva í Linux stýrikerfi.

X

Forritun III - Gagnamót og algrím (MEK5A6G)

Í námskeiðinu er fjallað um gagnaskipan, reiknirit og huglæg gagnatög. Gagnaskipun raða, tengdra lista og hlaða auk viðkomandi reiknirita. Kynnt verða ýmis leitar- og röðunarreiknirit. Reiknirit eru greind, hvað þau taka langan tíma í vinnslu og hve mikið minnisrými. Forritunarverkefni, sem nota áðurnefnda gagnaskipan og reiknirit, eru leyst í C++.

X

Ígreypt kerfi (MEK5A3G)

Þetta er lokanámskeið á tölvutæknifræði línu. Nemendur kynnast grunnhugtökum  ígreypta kerfa, greiningu einfaldra ígreypt kerfa og útfærtslu raðbundinna samskipta (t.d I2C, SPI, UART) milli mismunandi jaðartækja. ADC og PWM einingar.

X

Stafrænar rásir II (TÆK306G)

Í námskeiðinu læra nemendur um hönnun og greiningu runurása, bæði samhæfðra og ósamhæfðra. Meðal umfjöllunarefna verða: hönnun rása með D og JK vippum, sérstakar runurásir, teljarar og hliðrunargisti, meðhöndlun og notkun stöðuvéla (FSM), stöðulágmörkun, stöðustjórnun og stöðukennsl, runuvinnsla með stöðuvélum.

X

Hagnýt tölfræði (TÆK701G)

Í námskeiðinu eru tölfræði verkfæri tæknifræðinnar kynnt sem notuð eru til að meta gæði framleiðsluferla eða tilrauna. Hugtök sem tengjast skekkju og nálgun verða tekin fyrir á kerfisbundinn hátt. Einnig verður farið í línulega aðhvarfsgreiningu fyrir framleiðsluferla og mátgæði greiningarinnar. Nemendur skulu gera hagnýtt verkefni sem tengist iðnaði eða framleiðslu. Í námskeiðinu verður farið yfir: útkomurúm, líkindi, jöfn líkindi, óháða atburði, dreififall, líkindaþéttleikaföll, slembistærð, normal dreifingu, Poisson dreifingu, tvíkosta dreifingu, væntigildi, miðgildi, dreifni, staðalfrávik, fylgni, línulega aðhvarfsgreiningu, mátgæði og tengslatöflur, t-próf og dreifnigreiningu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Tæknifræðibrú II (UGR102G)

Námskeiðið miðar að því að veita nemendum heilstyeptan grunn fyrir stæðrfræðigreiningu og nám í Tæknifræði. Sérstök áhersla er lögð á diffurreikninga og notkun þeirra. 

Í námskeiðinu er farið yfir fallahugtök og eiginleika helstu falla, meðalgildissetninguna, markgildi og samfelldni, afleiður, almennar reiknireglur afleiðna, veldaregluna, markgföldunarregluna, kvótaregluna, keðjuregluna, fólgna diffrun og notkun afleiðna   

(í útgildisverkefnum, línulegum nálgunum og markgildisreikningum). Einnig er unnið með stofnföll, 1.stigs afleiðujöfnur og hagnýt verkefni tengd veldisvísivexti og veldisvísishnignun. 

X

Forritun I (TUG101G)

Forritunarmálið C verður notað til að kynnast grundvallaratriðum í tölvuforritun. Æfingar í forritasmíð verða á dagskrá allt misserið. Í lok námsskeiðsins vinna nemendur lokaverkefni og kynna.

X

Inngangur að námi í tæknifræði (UGR103G)

Kynning á námi í tæknifræði en einnig bókasafnsupplýsingar. Hópefti fyrir nýnema. Kynning á tæknifræði sem fagi og þeim hliðum iðnaðarins sem tengjast þeirra sérsviði í náminu. Einnig er kynning á verkstæði þar sem áhersla er lögð á öryggi og viðhaldi tækja.

X

Eðlisfræði I fyrir tæknifræði (UGR104G)

Í námskeiðinu er fjallað um ýmis hugtök og lögmál í eðlisfræði. Meðal umfjöllunarefna eru: einingar, tölur og víddir og meðferð gagna. Hreyfing eftir línu í plani og í rúmi. Hreyfingarlögmál Newtons. Vinna, hreyfi- og stöðuorka og varðveisla orkunnar. Skriðþungi, atlag og árekstrar. Hringhreyfing og aflfræði hringhreyfingar. Jafnvægi, fjaður og lotubundin hreyfing. Þyngd og þyngdarstöðuorka.

X

Línuleg algebra fyrir tæknifræði (UGR107G)

Línuleg algebra leggur grunninn að því að nemendur geti unnið með jöfnuhneppi og fylkjaframsetningu jöfnuhneppa. Verða ýmis verkfæri kynnt sem geta lýst eiginleikum fylkja svo sem eigingildi, eiginvigrar og leysanleiki línulegra kerfa. Línuleg algebra er gagnleg þegar vinna á með marga þætti og stærðir samtímis til að lýsa heildarhegðun kerfa.

Í námskeiðinu verður farið yfir: lausnir línulegra jöfnuhneppa, fylkjareikning, Gauss-Jordan aðferðina, andhverfur fylkja, undirrúm og hliðarrúm, vigra, innfeldi, krossfeldi, reglu Cramers, ákveður, eigingildi, eiginvigra og tvinntölur.

X

Tækniteikning (UGR105G)

Í námskeiðinu er farið yfir grunnaðferðir teiknifræðinnar. Markmiðið er að nemendur öðlist fræðilega undirstöðu, færni í lestri teikninga og miðlun upplýsinga með teikningum. Áhersla er lögð á tengsl milli rúmfræði 3-víðra hluta og 2-víðra mynda af þeim. Ennfremur er farið yfir framsetningu upplýsinga í máli og myndum þannig að nemendur öðlist þekkingu og færni í að ganga frá teikningum og texta í samræmi við kröfulýsingu. Við lausn verkefna er stuðst við teikniforritið AutoCAD.

X

Forritun II (TUG201G)

Í námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði í hlutbundinni forritun með forritunarmálinu C++. Farið verður yfir hugtök eins og klasa, hluti, aðferðir og erfðir. Einnig verður fjallað um hugtök sem tengjast hönnun og byggingu kerfa og vinnubrögð við hlutbundna forritun.

X

Skapandi og gagnrýn skrif (UGR202G)

Námskeiðið undirbýr nemendur í að bera kennsl á og skilja mismunandi áheyrnarhópa og hvernig málfar skuli notað til þess að ná til þessara hópa.

Tilgangur námskeiðsins er ekki kenna nemendum að undirbúa rannsókn í ákveðnu fagi heldur að fara yfir almennar rannsóknaraðferðir og ferli sem hægt er að nota í hinum ýmsu fögum. Í námskeiðinu munu nemendur lesa og taka þátt í umræðum sem varpa ljósi á tilgang mælskufræðinnar. Einnig munu nemendur nota ákveðið ferli til að þróa hugmyndir og texta smám saman. Nemendur munu læra að leysa verkefni og prófspurningar með því að nota aðferðir PWR-writing eða Power Writing. Einnig munu þeir læra um uppbyggingu lokaritgerðar og hvernig skuli styðja hana með gögnum. Notkun á The Modern Language Association verður kennd en það er ákveðið kerfi sem farið er eftir við tilvitnanir heimilda og uppsetningu.

Nemendur velja sér efni sem vekur áhuga þeirra og æfa sig í öllum þeim grunnþáttum sem fræðileg skrif byggja á – að skipuleggja, rannsaka, skrifa, umskrifa, lagfæra og setja upp fyrir kynningu – og að setja efnið fram í formlegu rannsóknarriti. Í námskeiðinu er lögð áhersla á rétta heimildanotkun og uppsetningu. Það hjálpar nemendum að skilja af hverju það er mikilvægt að skrá og vitna í heimildarmenn sína og gera það réttilega og vel. Viðmið um heimildanotkun og uppsetningu frá The Modern Language Association (MLA) verða kennd í námskeiðinu. Önnur viðmið eins og APA og Chicago Manual verða þó einnig kynnt til sögunnar.

X

Stærðfræði I fyrir tæknifræði (UGR206G)

Námskeiðið miðar að því nemendur öðlist þekkingu á heildun og heildisaðferðum, lausnaraðferðum 1.stigs afleiðujafna, runum, röðum og veldaröðum.  

Sérstök áhersla er lögð á heildisreikninga og notkun þeirra. 

 

Í námskeiðinu er farið yfir:  Ákveðin heildi, grundvallarsetningu stærðfræðigreiningarinnar, almennar heildisreglur og eiginleika heildunar, heildun með innsetningu, hlutheildun, heildun með stofnbrotaliðun, óeiginleg heildi, notkun ákveðinna heilda (flatarmál milli falla, rúmmál rúmskika, rúmmál og yfirborðsflatarmál snúða, bogalengd ferla), notkun óákveðinna heilda (lausnaraðferðir við 1.stigs afleiðujöfnum), runur og raðir, samleitnispróf, veldaraðir, Taylor-raðir, og sönnun á jöfnu Eulers.  

X

Stærðfræði II fyrir tæknifræði (UGR204G)

Unnið er áfram með diffurreikninga, heildisreikninga og ýmis atriði úr línulegri algebru, en nú með föllum af fleiri en einni breytistærð. 

Í námskeiðinu er farið yfir stikaferla og pólferla, vigurgild föll, föll af fleiri en einni breytistærð og markgildi þeirra,  hlutafleiður, keðjuregluna, snertiplön, línulegar nálganir, stigla, stefnuafleiður, fólgna diffrun, útgildi, flokkun stöðupunkta, skilyrt útgildi, Lagrange stuðla,  margföld heildi, breytuskipti í heildi, vigursvið, ferilheildi, flatarheildi vigursviðs, setningar Gauss, Greens og Stokes. 

X

Eðlisfræði II fyrir tæknifræði (UGR205G)

Námskeiðið kynnir nemendum aðferðir og grundvallarlögmál rafsegulfræði. Meðal umfjöllunarefna eru: rafhleðsla og rafsvið, lögmál Gauss, rafmætti, rýmd og rafsvarar, rafstraumur, viðnám og íspenna, jafnstraumsrásir, segulsvið og segulkraftar, orsakir segulsviðs, lögmál Ampères og Faradays, span, sjálf- og gagnspan. Námskeiðinu lýkur með stuttri umfjöllun um jöfnur Maxwells.

X

Tæknileg skrif (TÆK208G)

Í námskeiðinu er farið yfir meginreglur við framkvæmd tæknilegra rannsókna og skýrsluskrifa. Sérstök áhersla er lögð á hvernig skuli greina áheyrendur og tilgang rannsókna, flokkun upplýsinga, hvernig skuli endurhanna og nota skýringarmyndir, nota rétta heimildanotkun, búa til heimildaskrá og skrifa ákveðin textaform eins og samantektir, leiðbeiningar og tillögur.

X

Stafrænar rásir I (TÆK302G)

Námskeiðið kynnir nemendur fyrir stafrænum rásum á háskólastigi. Virkni og notkun flétturása, kóðara, afkóðara, lesminni (ROM) og forritanlegs rökrásabúnaðar við rásahönnun. Hönnun og greining reiknirása, samleggjari/frádragari, margfaldari.

Meðal markmiða námskeiðsins er að nemendur átti sig á grundvallaratriðum á greiningu og hönnun stafrænna rása (flétturása) og öðlist reynslu og þekkingu á leiðandi aðferðum við hönnun stafrænna (flétturása) rása.

X

Leiðbeint nám 1 (TÆK305G)

Markviss úrlausn verkefnis, þar sem áhersla er lögð á öguð vinnubrögð og fagmannlegan frágang.

X

Rásafræði I (TUG302G)

Þetta eru fyrstu kynni nemenda af rafmagnsfræði á háskólastigi. Farið er yfir grunneiningar jafnstraumsrása og lögmála sem þær lúta. Skilgreining á ýmsum hugtökum og tækni við greiningu og hönnun á rásum. Spennu- og straumlögmál Kirchhoffs ásamt fylkjareikning eru notuð við að leysa möskva- og hnútapunktajöfnur. Hegðun rása með stýrðum spennu og straum lindum er greind auk þess sem jafngildis rásir Norton og Thévenin eru kynntar.

X

Rásafræði II (TUG304G)

Í þessu námskeiði eru rifjaðar upp skilgreiningar á ýmsum hugtökum og rásaeiningum. Farið er yfir merki, rásir með viðnámi, rýmd, span, gagnkvæmt span, spennu og kjörspennu. Greining í tímarúmi: kerfisjöfnur, fyrstu og annarrar gráðu rásir og svipul svörun RC, RL og RCL rása. Æstæð sínus svörun: greining orkugeymandi rása í vísaplani, orkuútreikningar og þriggja fasa kerfi. Reikniæfingar með Pspice og Matlab.

X

Stafrænar rásir II (TÆK306G)

Í námskeiðinu læra nemendur um hönnun og greiningu runurása, bæði samhæfðra og ósamhæfðra. Meðal umfjöllunarefna verða: hönnun rása með D og JK vippum, sérstakar runurásir, teljarar og hliðrunargisti, meðhöndlun og notkun stöðuvéla (FSM), stöðulágmörkun, stöðustjórnun og stöðukennsl, runuvinnsla með stöðuvélum.

X

Rafeindarásir (TÆK307G)

Þetta námskeið tekur við af rásafræði námskeiðum og heldur áfram að dýpka þekkingu nemenda á rásafræðinni. Í þessum áfanga beitir nemandi þekkingu sinni í rásafræði til að reikna flóknari rásir sem innihalda alla hefðbundnu rása íhluti á borð við straum og spennugjafa, viðnám, þétta og spólur ásamt því að bæta við díóðum, smárum (BJT og FETAR) og mögnurum. Vinnupunktar, forspenna, PN samskeyti og túlkun gagnablaða.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Tæknifræðibrú II (UGR102G)

Námskeiðið miðar að því að veita nemendum heilstyeptan grunn fyrir stæðrfræðigreiningu og nám í Tæknifræði. Sérstök áhersla er lögð á diffurreikninga og notkun þeirra. 

Í námskeiðinu er farið yfir fallahugtök og eiginleika helstu falla, meðalgildissetninguna, markgildi og samfelldni, afleiður, almennar reiknireglur afleiðna, veldaregluna, markgföldunarregluna, kvótaregluna, keðjuregluna, fólgna diffrun og notkun afleiðna   

(í útgildisverkefnum, línulegum nálgunum og markgildisreikningum). Einnig er unnið með stofnföll, 1.stigs afleiðujöfnur og hagnýt verkefni tengd veldisvísivexti og veldisvísishnignun. 

X

Forritun I (TUG101G)

Forritunarmálið C verður notað til að kynnast grundvallaratriðum í tölvuforritun. Æfingar í forritasmíð verða á dagskrá allt misserið. Í lok námsskeiðsins vinna nemendur lokaverkefni og kynna.

X

Inngangur að námi í tæknifræði (UGR103G)

Kynning á námi í tæknifræði en einnig bókasafnsupplýsingar. Hópefti fyrir nýnema. Kynning á tæknifræði sem fagi og þeim hliðum iðnaðarins sem tengjast þeirra sérsviði í náminu. Einnig er kynning á verkstæði þar sem áhersla er lögð á öryggi og viðhaldi tækja.

X

Eðlisfræði I fyrir tæknifræði (UGR104G)

Í námskeiðinu er fjallað um ýmis hugtök og lögmál í eðlisfræði. Meðal umfjöllunarefna eru: einingar, tölur og víddir og meðferð gagna. Hreyfing eftir línu í plani og í rúmi. Hreyfingarlögmál Newtons. Vinna, hreyfi- og stöðuorka og varðveisla orkunnar. Skriðþungi, atlag og árekstrar. Hringhreyfing og aflfræði hringhreyfingar. Jafnvægi, fjaður og lotubundin hreyfing. Þyngd og þyngdarstöðuorka.

X

Línuleg algebra fyrir tæknifræði (UGR107G)

Línuleg algebra leggur grunninn að því að nemendur geti unnið með jöfnuhneppi og fylkjaframsetningu jöfnuhneppa. Verða ýmis verkfæri kynnt sem geta lýst eiginleikum fylkja svo sem eigingildi, eiginvigrar og leysanleiki línulegra kerfa. Línuleg algebra er gagnleg þegar vinna á með marga þætti og stærðir samtímis til að lýsa heildarhegðun kerfa.

Í námskeiðinu verður farið yfir: lausnir línulegra jöfnuhneppa, fylkjareikning, Gauss-Jordan aðferðina, andhverfur fylkja, undirrúm og hliðarrúm, vigra, innfeldi, krossfeldi, reglu Cramers, ákveður, eigingildi, eiginvigra og tvinntölur.

X

Tækniteikning (UGR105G)

Í námskeiðinu er farið yfir grunnaðferðir teiknifræðinnar. Markmiðið er að nemendur öðlist fræðilega undirstöðu, færni í lestri teikninga og miðlun upplýsinga með teikningum. Áhersla er lögð á tengsl milli rúmfræði 3-víðra hluta og 2-víðra mynda af þeim. Ennfremur er farið yfir framsetningu upplýsinga í máli og myndum þannig að nemendur öðlist þekkingu og færni í að ganga frá teikningum og texta í samræmi við kröfulýsingu. Við lausn verkefna er stuðst við teikniforritið AutoCAD.

X

Forritun II (TUG201G)

Í námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði í hlutbundinni forritun með forritunarmálinu C++. Farið verður yfir hugtök eins og klasa, hluti, aðferðir og erfðir. Einnig verður fjallað um hugtök sem tengjast hönnun og byggingu kerfa og vinnubrögð við hlutbundna forritun.

X

Skapandi og gagnrýn skrif (UGR202G)

Námskeiðið undirbýr nemendur í að bera kennsl á og skilja mismunandi áheyrnarhópa og hvernig málfar skuli notað til þess að ná til þessara hópa.

Tilgangur námskeiðsins er ekki kenna nemendum að undirbúa rannsókn í ákveðnu fagi heldur að fara yfir almennar rannsóknaraðferðir og ferli sem hægt er að nota í hinum ýmsu fögum. Í námskeiðinu munu nemendur lesa og taka þátt í umræðum sem varpa ljósi á tilgang mælskufræðinnar. Einnig munu nemendur nota ákveðið ferli til að þróa hugmyndir og texta smám saman. Nemendur munu læra að leysa verkefni og prófspurningar með því að nota aðferðir PWR-writing eða Power Writing. Einnig munu þeir læra um uppbyggingu lokaritgerðar og hvernig skuli styðja hana með gögnum. Notkun á The Modern Language Association verður kennd en það er ákveðið kerfi sem farið er eftir við tilvitnanir heimilda og uppsetningu.

Nemendur velja sér efni sem vekur áhuga þeirra og æfa sig í öllum þeim grunnþáttum sem fræðileg skrif byggja á – að skipuleggja, rannsaka, skrifa, umskrifa, lagfæra og setja upp fyrir kynningu – og að setja efnið fram í formlegu rannsóknarriti. Í námskeiðinu er lögð áhersla á rétta heimildanotkun og uppsetningu. Það hjálpar nemendum að skilja af hverju það er mikilvægt að skrá og vitna í heimildarmenn sína og gera það réttilega og vel. Viðmið um heimildanotkun og uppsetningu frá The Modern Language Association (MLA) verða kennd í námskeiðinu. Önnur viðmið eins og APA og Chicago Manual verða þó einnig kynnt til sögunnar.

X

Stærðfræði I fyrir tæknifræði (UGR206G)

Námskeiðið miðar að því nemendur öðlist þekkingu á heildun og heildisaðferðum, lausnaraðferðum 1.stigs afleiðujafna, runum, röðum og veldaröðum.  

Sérstök áhersla er lögð á heildisreikninga og notkun þeirra. 

 

Í námskeiðinu er farið yfir:  Ákveðin heildi, grundvallarsetningu stærðfræðigreiningarinnar, almennar heildisreglur og eiginleika heildunar, heildun með innsetningu, hlutheildun, heildun með stofnbrotaliðun, óeiginleg heildi, notkun ákveðinna heilda (flatarmál milli falla, rúmmál rúmskika, rúmmál og yfirborðsflatarmál snúða, bogalengd ferla), notkun óákveðinna heilda (lausnaraðferðir við 1.stigs afleiðujöfnum), runur og raðir, samleitnispróf, veldaraðir, Taylor-raðir, og sönnun á jöfnu Eulers.  

X

Stærðfræði II fyrir tæknifræði (UGR204G)

Unnið er áfram með diffurreikninga, heildisreikninga og ýmis atriði úr línulegri algebru, en nú með föllum af fleiri en einni breytistærð. 

Í námskeiðinu er farið yfir stikaferla og pólferla, vigurgild föll, föll af fleiri en einni breytistærð og markgildi þeirra,  hlutafleiður, keðjuregluna, snertiplön, línulegar nálganir, stigla, stefnuafleiður, fólgna diffrun, útgildi, flokkun stöðupunkta, skilyrt útgildi, Lagrange stuðla,  margföld heildi, breytuskipti í heildi, vigursvið, ferilheildi, flatarheildi vigursviðs, setningar Gauss, Greens og Stokes. 

X

Eðlisfræði II fyrir tæknifræði (UGR205G)

Námskeiðið kynnir nemendum aðferðir og grundvallarlögmál rafsegulfræði. Meðal umfjöllunarefna eru: rafhleðsla og rafsvið, lögmál Gauss, rafmætti, rýmd og rafsvarar, rafstraumur, viðnám og íspenna, jafnstraumsrásir, segulsvið og segulkraftar, orsakir segulsviðs, lögmál Ampères og Faradays, span, sjálf- og gagnspan. Námskeiðinu lýkur með stuttri umfjöllun um jöfnur Maxwells.

X

Tæknileg skrif (TÆK208G)

Í námskeiðinu er farið yfir meginreglur við framkvæmd tæknilegra rannsókna og skýrsluskrifa. Sérstök áhersla er lögð á hvernig skuli greina áheyrendur og tilgang rannsókna, flokkun upplýsinga, hvernig skuli endurhanna og nota skýringarmyndir, nota rétta heimildanotkun, búa til heimildaskrá og skrifa ákveðin textaform eins og samantektir, leiðbeiningar og tillögur.

X

Aflfræði II (TUG401G)

Í námskeiðinu er fjallað um ýmis hugtök og lögmál í hreyfifræði. Markmiðið er að nemendur öðlist undirstöðu og færni í notkun og skilnings á dýpri hugtökum í hreyfifræði. Farið er í greiningu á hlutum á ferð, hraða þeirra og hröðun eftir ólínulegum ferlum. Farið er í greiningu með heildun og deildun milli stöðuferla, hraðaferla og hröðunarferla. Farið er í deildun og heildun milli skriðþunga og orku. Greining á kröftum, vægi, vinnu og afli á hlutum á ferð. Einnig er farið í hreyfifræðii hluta á ferð í sambandi við rúmmiðjur, massamiðju, hverfitregðu og tregðuvægi. Farið er í vindur og tannhjólaskölun. Einnig er farið í notkun á pólnhnitum fyrir snúninga í vélum.

X

Aflfræði I (TUG403G)

Í námskeiðinu er fjallað um ýmis hugtök og lögmál í stöðufræði. Markmiðið er að nemendur öðlist undirstöðu og færni í notkun og skilnings á dýpri hugtökum í stöðufræði. Bætt er við grunneiningar sem farið var í forkúrsi í eðlisfræði og stærðfræði; stefna krafta í fyrir þrívídd, Farið í krafta og vægi á burðarbitum og greining á spennum og vindu í bitum. Greining á stangavirkjum og innri kraftar. Farið er dýpra í núning á flötum og í ógeymna árekstra í kyrrstöðu. Einnig er farið í stöðufræði hluta í sambandi við rúmmiðjur, massamiðju, hverfitregðu og tregðuvægi. Sérstaklega er farið í stangarvirki brúa og byggingakrana,

X

Tölvustudd hönnun (TÆK414G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur fái raunhæfa þjálfun í hönnun einfaldra vélahluta og útfærslu teikninga með því að vinna sjálfstæð verkefni, bæði einir og í hópum.

X

Leiðbeint nám 2 (TÆK413G)

Markviss úrlausn verkefnis, þar sem áhersla er lögð á öguð vinnubrögð og fagmannlegan frágang.

X

Vélhlutafræði (TÆK412G)

Í námskeiðinu kynnast nemendur aðferðum við stærðarreikninga og samsetningu vélahluta (líming, lóðun, suða, öxul- naf samsetningar) auk þess að öðlast skilning á virkni ýmissa vélahluta (þéttingar, rúllulegur, fóðringar, kúplingar, gírar, drifbúnaður o.s.frv.) og aðferðum við notkun og hönnun þeirra. Til viðbótar er sjónum beint að hönnun burðarhluta og stærðarákvarðana (styrkur hluta).

X

Varma- og varmaflutningsfræði (TUG402G)

Í námskeiðinu kynnast nemendur grundvallarhugtökum og lögmálum varma-, straum- og varmaflutningsfræði. Á meðal umfjöllunarefna eru: varmafræðileg kerfi. Eiginleikar hreinna efna og fasabreytingar. Kjörgas, raungas, ástandsjöfnur og varmafræðilegar stærðir. Vinna, varmi og 1. lögmál varmafræðinnar. 2. lögmál varmafræðinnar. Jafnhverf og einhverf ferli. Vinnuhringur Carnots og Kelvin hitastig. Óreiða. Varmavélar: Otto, Diesel, Brayton og Stirling vinnuhringir. Gufuvinnuhringir. Kælivélar og varmadælur. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Sólveig Kristjana Jónsdóttir
Áslaug Guðmundsdóttir
Sólveig Kristjana Jónsdóttir
Tæknifræði BS-nám

Það sem mér finnst sérstaklega gott við námið hér er að það er kennt í 7 vikna lotum. Það er mjög gott aðgengi að kennurum, kennararnir eru einstaklega hjálpsamir og kennslan góð. Þar sem einingin er frekar lítil þá þekkjast einhvernveginn allir og það eru allir tilbúnir til að hjálpa ef maður þarf hjálp.

Áslaug Guðmundsdóttir
Tæknifræði BS-nám

Tækni hefur heillað mig síðan ég man eftir mér og þess vegna valdi ég mekatróník hátæknifræði. Námið er fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi. Aðstaðan í Tæknifræðisetrinu er til fyrirmyndar og kennararnir frábærir. Í náminu hef ég öðlast þekkingu og sjálfsöryggi til að takast á við spennandi verkefni í framtíðinni. Hópurinn okkar er þéttur og hef ég eignast góða vini. Ég mæli hiklaust með náminu fyrir þau sem vilja skemmtilegt nám sem nýtist vel í framtíðinni.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)

​Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.