Tækninám með áherslu á forritun – grunndiplóma | Háskóli Íslands Skip to main content

Tækninám með áherslu á forritun – grunndiplóma

Kona forritar

Tæknifræði

90 einingar - Grunndiplóma

. . .

Diplómanám með áherslu á forritun undirbýr nemendur með grundvallar þekkingu og getu fyrir árangursrík störf við hugbúnaðargerð. 

Námið undirbýr nemendur fyrir fjölmörg störf í hátækniiðnaði. Áhrif tölvutækni og forrita er hraðvaxandi og mun án efa gera það áfram í framtíðinni.

Námið er kennt í Tæknifræðisetri Háskóla Íslands í Hafnarfirði og einnig að hluta til í fjarnámi.

""

Tækninám með áherslu á forritun - grunndiplóma

Námskeiðin eru sett upp með fyrirlestrum og verklegum æfingum. Nemendur fá að kynnast aðferðafræði, tækjum og tækni ásamt fræðilegum grunni í upplýsingatækni. 

Námið  byggir á góðum raungreinagrunni fyrir áframhaldandi tæknifræðinám á grunnstigi og sérhæfðri tækniþekkingu í forritun ígreypra kerfa. 

Námið samanstendur af þremur misserum 30 ECTS einingar á misseri. Kenndar eru tvær sjö vikna lotur á hverju misseri, þrír kúrsar í senn 15 ECTS einingar í lotu. 

Meðal viðfangsefna

 • Tölvuhögun
 • Forritun
 • Eðlisfræði
 • Stærðfræði
 • Tækniteikning
 • Flétturásir
 • Runurásir
 • Skapandi og gagnrýn skrif
 • Tæknileg skrif
 • Ígreypt kerfi

  Inntökuskilyrði

  Grunnnám

  Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf.

  Umsækjendur sem stundað hafa nám á framhaldsskólastigi geta öðlast rétt til undanþágu frá framangreindum skilyrðum með því að þreyta stöðumat. Við mat á undanþágu er jafnframt tekið mið af starfsreynslu úr atvinnulífinu.

  Umsækjendur sem uppfylla skilyrði um undanþágu þurfa að:

  1. Sitja undirbúningsnámskeið í stærðfræði á haustmisseri fyrsta árs.
  2. Ljúka undirbúningsnámskeiðum til að öðlast rétt til áframhaldandi náms á vormisseri fyrsta árs.
  Mynd að ofan 
  Texti vinstra megin 

  Starfsvettvangur

  Brautskráðir nemendur starfa við ýmis tæknistörf til að mynda aðstoða tækni- og verkfræðinga við rannsóknir, hugbúnaðarþróun og hugbúnaðargerð fyrir sérhæfð tæki og búnað. Einnig sinna þeir viðhaldi og uppsetningu á búnaði í ýmsum iðnaðargreinum. 
  Þeir geta td:

  • Framkvæmt prófanir og komið með tillögur að breytingum og endurbótum 
  • Framkvæmt útreikninga
  • Undirbúið smíðalýsingar fyrir efni og íhluti
  • Áætlað kostnaðarverð fyrir ólíkar útfærslur ígreyptra kerfa
  • Aðstoðað við að skrifa notenda- og tæknihandbækur fyrir notendur rafeindabúnaðar
  • Útfært, framkvæmt og skjalað prófanir.
  • Metið og prófað vörur
  • Beitt mæli- og prófunarbúnaði til að stilla, prófa og gera við rafeindabúnað.
  • Tekið þátt í framleiðslu, uppsetningu, og innleiðingu á nýjum sjálfvirknibúnaði sem byggir á ígreyptum kerfum.
  Texti hægra megin 

  Framhaldsnám

  Námið nýtist að fullu við áframhaldandi nám í mekatrónikskri tæknifræði

   Félagslíf

   • Félag nemenda í tæknifræðinámi við Háskóla Íslands heitir ASKIT

   Hafðu samband

   Skrifstofa 
   s. 525 4700 
   Nemendaþjónusta VoN
   s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
   Opið virka daga frá 8:30-16:00

   Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
   Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

   Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

     Instagram   Twitter    Youtube

    Facebook    Flickr