Sýningargerð, miðlun og sýningarstjórnun | Háskóli Íslands Skip to main content

Sýningargerð, miðlun og sýningarstjórnun

Sýningargerð, miðlun og sýningarstjórnun

120 einingar - MA gráða

. . .

Meistaranám í sýningargerð og sýningarstjórnun er þverfaglegt og gegnir því hlutverki að breikka og dýpka fræðilegan þekkingargrunn og faglega færni nemanda til að takast á við margvísleg miðlunarverkefni í fræðilegu samhengi. Áhersla verður lögð á að þjálfa nemendur við að miðla efni á breiðum grunni, en sérstök áhersla verður á miðlun efnis í stafrænu samhengi.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA, BS eða B.Ed.-próf með fyrstu einkunn veitir aðgang að meistaranámi á háskólastigi. Nemandi skal hafa tekið a.m.k. 10 eininga lokaverkefni. 

Getum við aðstoðað?

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga.
Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.