Sumarnám | Háskóli Íslands Skip to main content

Sumarnám

Sumarnám 

Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt sumarnám sem mun henta bæði þeim sem eru nú þegar í námi og öðrum sem hyggja á háskólanám eða vilja efla færni sína. Mörg námskeiðanna eru öllum opin. Nýttu sumarið til að styrkja þig í námi og kynntu þér vandlega allt sem er í boði.

Útiborð á Háskólatorgi

Sumarnám við Háskóla Íslands

Háskóli Íslands bregst áfram við aðstæðum í samfélaginu í kjölfar kórónaveirufaraldursins og býður upp á sumarnám á öllum fræðasviðum skólans og við samstarfsstofnanir.

Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið fyrir núverandi nemendur í grunn- og framhaldsnámi, nýnema sem hyggjast hefja nám háskólaárið 2021-2022, aðra nema sem ætla að stunda nám yfir sumarið og fyrir almenning.

Fyrstu námskeiðin hefjast 1. júní, sjá upplýsingar um einstök námskeið

Nemendahópur fyrir utan Gimli

Fyrir hverja?

Allir ættu að geta fundið sumarnám við hæfi. Í boði eru námskeið fyrir:

  • Núverandi nemendur Háskóla Íslands, bæði í grunn- og framhaldsnámi. Góður kostur fyrir þau sem vilja flýta fyrir sér í náminu og/eða hyggjast taka námslán vegna sumarsins 2021.
  • Verðandi nýnema, sem hyggjast hefja nám háskólaárið 2021-2022. Meðal annars verður boðið upp á undirbúningsnámskeið við einstaka deildir og grunnnámskeið fyrir þau sem vilja flýta fyrir sér í námi. 
  • Aðra sem hafa áhuga á að taka sumarnámskeið við Háskóla Íslands.
  • Almenning. Hentar þeim sem vilja dýpka þekkingu sína á ákveðnum málaflokki og stuðla að náms- og starfsþróun. Námskeiðin eru alla jafna ekki einingabær.

Sjá nánar

Hafðu samband

Tengiliðir fræðasviða veita nánari upplýsingar um sumarnámið