Menningarminjar á bökkum Jöklu | Háskóli Íslands Skip to main content

Menningarminjar á bökkum Jöklu

Markmiðið er tvíþætt.

Í fyrsta lagi; rannsókn á sögu sambúðar samfélagsins á bökkum Jöklu við þetta mikla jökulfljót, sem oft var mikill farartálmi en heimamenn fundu leiðir til að komast yfir ána samt sem áður. Sögunni safnað í máli og myndum.

Í öðru lagi; skráning og gerð varðveislustefnu yfir fornar minjar meðfram farvegi Jökulsár á Dal/Brú (Jöklu) í þeim tilgangi að forða fornleifum og fornminjum sem er að finna með bökkum árinnar við og neðan við bæinn Brú og til sjávar frá eyðingu/skemmdum af náttúrunnar eða manna völdum og þá um leið frá gleymsku eins og stefnir í að verði ef ekkert verður að gert. Enn eru þessar minjar sýnilegar, sumar næstum í upprunalegu horfi en það mun ekki vara til framtíðar og nauðsyn að grípa til aðgerða. 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.