Skip to main content

Stjórnun menntastofnana, M.Ed.

Stjórnun menntastofnana

120 einingar - M.Ed. gráða

. . .

Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á einkennum skóla og annarra menntastofnana. Áhersla er lögð á forystuhlutverk stjórnandans og færni í að leiða farsælt og framsækið starf á tímum hraðfara breytinga sem kalla á sífellda endurskoðun á markmiðum og framkvæmd. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi kennsluréttindi og minnst tveggja ára starfsreynslu eftir nám.
 

Um námið

Námið er ætlað stjórnendum í skólum og öðrum menntastofnunum. Í náminu er lögð áhersla á forystuhlutverk stjórnandans og færni í að leiða farsælt og framsækið starf á tímum hraðfara breytinga sem kalla á sífellda endurskoðun á markmiðum og framkvæmd. Þess er vænst að þeir sem hafa lokið námi á leiðinni verði færir um að stjórna skólastofnun.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Við inntöku í M.Ed. nám í stjórnun menntastofnana gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið bakkalár- eða meistaraprófi með fyrstu einkunn (7,25). Auk þess er gerð krafa um leyfisbréf til kennslu og minnst tveggja ára starfsreynslu að loknu kennsluréttindanámi. 

Sjáðu um hvað námið snýst

Félagslíf

Nemendafélagið Kennó er félag kennaranema við Háskóla Íslands. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum. Félagið hefur einnig staðið fyrir verkefninu Komdu að kenna sem hefur hefur það að markmiði að kynna kennaranám. Fylgstu með Komdu að kenna á Facebook, Instagram og Snapchat!

Þú gætir líka haft áhuga á:
Menntastefnur og námskrárfræði, M.Ed.Kennslufræði og skólastarfMenntun án aðgreiningar, MT
Þú gætir líka haft áhuga á:
Menntastefnur og námskrárfræði, M.Ed.Kennslufræði og skólastarf
Menntun án aðgreiningar, MT

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is