
Stjórnmálafræði
120 einingar - MA gráða
Meistaranám í stjórnmálafræði er valkostur fyrir þá nemendur sem hafa hug á að sérhæfa sig í einhverjum af þeim megingreinum stjórnmálafræðinnar sem ekki eru kenndar á sérstökum námsleiðum. Námið miðar að því að þjálfa nemendur í úrlausn rannsóknarverkefna með frekara nám í huga en jafnframt nýtist námið sem góður grunnur fyrir fjölbreytt störf á vinnumarkaðnum.

Námið
Samsetning námsins er sveigjanleg með það í huga að laga megi áherslurnar að áhugasviði einstakra nemenda. Sameiginlegur kjarni miðar að því að nemendur fái vissa grunnþjálfun í aðferðafræði félagsvísinda, en að öðru leiti velja nemendur námskeið í tengslum við væntanlegt lokaverkefni. Nemendur geta tekið misseri við erlenda háskóla og fengið nám sitt metið.

Að námi loknu
Stjórnmálafræðinámið við Háskóla Íslands er fjölbreytt og veitir útskrifuðum nemendum því ótal möguleika á að velja sér starf að námi loknu. Stjórnmálafræðingar hafa haslað sér völl víðs vegar í atvinnulífinu á undanförnum árum og fyrir utan kennslu og rannsóknir vinna stjórnmálafræðingar við margvísleg störf.
Dæmi um starfsvettvang:
- Fjölmiðla- og upplýsingastörf
- Hjá ráðgjafarfyrirtækjum
- Við alþjóðasamskipti og hjá alþjóðastofnunum
- Stjórnsýslustörf, bæði hjá ríki, sveitarfélögum og hjá einkafyrirtækjum
- Hjá hagsmunasamtökum og þrýstihópum
Hafðu samband
Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is
Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15
Sími: 525 4500
