
Starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun
60 einingar - Grunndiplóma
Einstaklingsmiðað starfstengt nám þar sem nemendur fá stuðning í bóklegu námi, sem og á vettvangi. Námið er skipulagt í samræmi við yfirlýsta alþjóðlega stefnu hagsmunasamtaka fólks með þroskahömlun, mannréttindasáttmála og stefnu Háskóla Íslands. Tilgangur námsins er að veita fólki með þroskahömlun möguleika til fullgildrar samfélagsþátttöku.

Um námið
Starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun er tveggja ára fullt nám. Markmið námsins er að undirbúa nemendur til afmarkaðra starfa, t.d. í skólum, leikskólum, félagsmiðstöðvum og á þeim vettvangi sem fatlað fólk sækir þjónustu. Nemendur stunda nám með öðrum nemendum háskólans og eru með þeim í námskeiðum. Námið er sniðið og skipulagt út frá þörfum og áhuga hvers nemanda.
Inntökuskilyrði eru fjögurra ára nám á starfsbrautum framhaldsskóla eða sambærileg menntun og starfsreynsla.