Starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun | Háskóli Íslands Skip to main content

Starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun

Starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun

60 einingar - Grunndiplóma

. . .

Einstaklingsmiðað starfstengt nám þar sem nemendur fá stuðning í bóklegu námi, sem og á vettvangi. Námið er skipulagt í samræmi við yfirlýsta alþjóðlega stefnu hagsmunasamtaka fólks með þroskahömlun, mannréttindasáttmála og stefnu Háskóla Íslands. Tilgangur námsins er að veita fólki með þroskahömlun möguleika til fullgildrar samfélagsþátttöku.

Um námið

Starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun er tveggja ára fullt nám. Markmið námsins er að undirbúa nemendur til afmarkaðra starfa, t.d. í skólum, leikskólum, félagsmiðstöðvum og á þeim vettvangi sem fatlað fólk sækir þjónustu. Nemendur stunda nám með öðrum nemendum háskólans og eru með þeim í námskeiðum. Námið er sniðið og skipulagt út frá þörfum og áhuga hvers nemanda.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Inntökuskilyrði eru fjögurra ára nám á starfsbrautum framhaldsskóla eða sambærileg menntun og starfsreynsla. 

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun eru nemendur undirbúnir til afmarkaðra starfa sem falla undir fræðasvið menntavísinda.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Leikskólar
  • Frístundaheimili
  • Vettvangur fatlaðs fólks

Félagslíf

Nemendafélagið TUMI er félag nemenda í þroskaþjálfafræði, tómstunda- og félagsmálafræði og starfstengdu diplómanámi við Háskóla Íslands. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum. Fylgstu með TUMA á Facebook!

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
Stakkahlíð, 1. hæði í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
menntavisindasvid@hi.is

Fyrirspurnum er beint til Sigurlaugar Maríu Hreinsdóttur deildarstjóra

Sími 525 5981
netfang: sigurlaug[hja]hi.is