Skip to main content

Starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf, M.Ed.

Starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf

120 einingar - M.Ed. gráða

. . .

Námið er ætlað kennurum í leik-, grunn- og framhaldsskólum, og öðru fagfólki á sviði uppeldis- og menntunar. Með sérhæfingunni er komið til móts við brýna þörf á sérstakri menntun fyrir kennara sem annast starfstengda leiðsögn í skólum. Einnig er hægt að taka 30 eininga viðbótarnám í starfstengdri leiðsögn undir námsleiðinni menntastjórnun og matsfræði.

Um námið

Megin markmið námsins er að efla leiðsagnarhæfni þeirra sem annast starfstengda leiðsögn og ráðgjöf við kennara og skóla á sviði kennslufræði, uppeldis og menntunar. Sjónum er einkum beint að hlutverki  kennsluráðgjafa, skólaþjónustu og kennara sem annast leiðsögn í starfi s.s. til kennaranema í vettvangsnámi, nýrra kennara eða samkennara í skólaþróun. 

Einnig er hægt að taka 30 eininga viðbótarnám á meistarastigi í starfstengdri leiðsögn og kennsluráðgjöf.

Styrkur til starfandi kennara

Starfandi kennarar fá styrk til að mennta sig í starfstengdri leiðsögn og kennsluráðgjöf. Markmiðið er að fleiri sæki sér sérhæfingu á þessu sviði til þess að skólar verði betur í stakk búnir til að styðja við kennaranema og nýútskrifaða kennara. Nýjustu kjarasamningar leik- og grunnskólakennara kveða á um hækkun launa ef kennari bætir við sig einingabæru námi.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Við inntöku í M.Ed. nám í starfstengda leiðsögn og kennsluráðgjöf gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið bakkalár- eða meistaraprófi með fyrstu einkunn (7,25). Auk þess er gerð krafa um leyfisbréf til kennslu og minnst tveggja ára starfsreynslu að loknu kennsluréttindanámi. 

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Björg Melsted
Anna Rósa Sigurjónsdóttir
Björg Melsted
Starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf

Námið veitir góða innsýn í hugmyndafræði starfstengdrar leiðsagnar og eflir þætti sem mikilvægt er að hafa á valdi sínu til að takast á við þær áskoranir sem fylgja leiðsagnarstarfi. Námið nýtist vel kennurum sem veita nemum í vettvangsnámi og nýliðum í starfi leiðsögn.

Anna Rósa Sigurjónsdóttir
Starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf

Starfstengd leiðsögn er gagnlegt og mikilvægt nám fyrir kennara. Ég finn fyrir mun meira öryggi í starfi bæði hvað varðar móttöku kennaranema og nýliða og hef fengið fleiri verkfæri til að vinna með. Þetta nám nýtist ekki síður í samræðum og samstarfi við starfsfólk leikskólans þar sem við rýnum saman til gagns um starfsemi leikskólans.

Félagslíf

Nemendafélagið Kennó er félag kennaranema við Háskóla Íslands. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum. Félagið hefur einnig staðið fyrir verkefninu Komdu að kenna sem hefur hefur það að markmiði að kynna kennaranám. Fylgstu með Komdu að kenna á Facebook, Instagram og Snapchat!

Þú gætir líka haft áhuga á:
Stjórnun menntastofnana, M.Ed.Kennslufræði og skólastarfSérkennslufræði og skóli margbreytileikans, M.Ed.
Þú gætir líka haft áhuga á:
Stjórnun menntastofnana, M.Ed.Kennslufræði og skólastarf
Sérkennslufræði og skóli margbreytileikans, M.Ed.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is