Starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf | Háskóli Íslands Skip to main content

Starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf

Starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf

120 einingar - M.Ed. gráða

. . .

Námið er ætlað kennurum í leik-, grunn- og framhaldsskólum, og öðru fagfólki á sviði kennslufræða, uppeldis og menntunar. Með sérhæfingunni er komið til móts við brýna þörf á sérstakri menntun fyrir þá kennara og ráðgjafa sem annast starfstengda leiðsögn í skólum, sérstaklega með nemendum í vettvangsnámi, nýliðum í kennslu og reyndari kennurum.

Um námið

Megin markmið námsins er að efla leiðsagnarhæfni þeirra sem annast starfstengda leiðsögn og ráðgjöf við kennara og skóla á sviði kennslufræði, uppeldis og menntunar. Sjónum er einkum beint að hlutverki  kennsluráðgjafa, skólaþjónustu og kennara sem annast leiðsögn í starfi s.s. til kennaranema í vettvangsnámi, nýrra kennara eða samkennara í skólaþróun. 

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Rétt til að sækja um inngöngu í þessa námsleið eiga þeir sem hafa lokið fullgildu háskólanámi til bakkalárgráðu með fyrstu einkunn (7,25). Aðgangskröfur: BA-, B.Ed.- eða BS-gráða á sviði menntavísinda og a.m.k. tveggja ára starfsreynsla í störfum tengdum menntun og menntakerfum. Gilt er talið nám frá Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og öðrum sambærilegum menntatofnunum. 

Félagslíf

Nemendafélagið Kennó er félag kennaranema við Háskóla Íslands. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum. Félagið hefur einnig staðið fyrir verkefninu Komdu að kenna sem hefur hefur það að markmiði að kynna kennaranám. Fylgstu með Komdu að kenna á Facebook, Instagram og Snapchat!

Þú gætir líka haft áhuga á:
Stjórnun menntastofnanaKennslufræði og skólastarfSérkennslufræði og skóli margbreytileikans
Þú gætir líka haft áhuga á:
Stjórnun menntastofnanaKennslufræði og skólastarf
Sérkennslufræði og skóli margbreytileikans

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
menntavisindasvid[hja]hi.is

Fyrirspurnum um nám í deildinni skal beina til Bryndísar Garðarsdóttur deildarstjóra Deild kennslu- og menntunarfræði

netfang: bryngar[hja]hi.is, símanr. 525 5342

Netspjall