Skip to main content

Starfsendurhæfing, viðbótardiplóma

Nemandi að lesa á kaffihúsi

Starfsendurhæfing

30 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Viðbótardiplómanám á sviði starfsendurhæfingar er sjálfstætt 30 eininga nám að loknu BA-, BS- eða sambærilegu háskólaprófi.  Að náminu standa sameiginlega Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri.

Námið

Námið byggist upp af þremur 10e skyldunámskeiðum á sviði starfsendurhæfingar. Námið er skipulagt sem tveggja missera hlutanám. Fjölbreyttar kennsluaðferðir verða notaðar. Kennt verður í staðbundum lotum í byrjun hvorrar annar en einnig verður stuðst við upptökur af fyrirlestrum, fjarfundi, verkefni og umræður á vef.

Fyrir hverja?

Námsleiðin veitir tækifæri til að bæta sérþekkingu á starfsendurhæfingu ofan á fyrri háskólamenntun. Námið hentar ólíkum fagaðilum á starfsendurhæfingarstöðvum. Ennfremur er námið ætlað fagfólki er sinnir geðendurhæfingu; velferðarþjónustu; og ráðgjöf og þjónustu hjá stéttarfélögum; hæfingarstöðum; fullorðinsfræðslustöðum; og á vinnustöðum fyrir fatlað fólk.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Umsækjendur skulu hafa lokið bakkalárprófi með 1. einkunn (7,25) að jafnaði, auk þess að hafa að lágmarki tveggja ára starfsreynslu er lýtur að heilbrigðis- eða félagsþjónustu eða menntun fullorðinna.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500 

Image result for facebook logo Facebook