Skip to main content

Stafræn miðlun og nýsköpun

""

Stafræn miðlun og nýsköpun

60 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Í diplómanámi í stafrænni miðlun og nýsköpun er lögð áhersla á að nemendur öðlist góðan grunn og undirbúning fyrir störf og verkefni á sviði stafrænnar miðlunar. Áhersla er lögð á nýsköpunarstarf og frumkvöðlahugsun sem og hagnýtar aðferðir við raungera hugmyndir.

Um námið

Námið er eins árs (tveggja missera) hagnýtt framhaldsnám, 60 einingar. Full námsframvinda á einu misseri miðast við 30 einingar. Allir sem lokið hafa BA-prófi með fyrstu einkunn (7,25) að jafnaði geta sótt um að innritast.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-próf eða sambærilegt próf með fyrstu einkunn (7,25) að jafnaði. Heimilt er að líta til starfsreynslu sé meðaleinkunn undir mörkum. 

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Bylgja Valtýsdóttir
Gígja Hólmgeirsdóttir
Atli Týr Ægisson
Bylgja Valtýsdóttir
Vefmiðlun

Ég mæli hiklaust með diplómanámi í vefmiðlun við Háskóla Íslands. Þetta er hagnýtt nám þar sem ekkert er slegið af fræðilegum kröfum. Námið er hnitmiðað og þverfaglegt og hægt að taka kúrsa úr hinum ýmsu greinum, eins og viðskiptafræði, stjórnmálafræði og upplýsingafræði og byggja þannig upp fjölbreytta þekkingu. Verkefnin eru raunveruleg og verkleg (hands on) og gera miklar kröfur til nemandans. Ég kynntist ýmsum aðferðum sem koma sér vel við undirbúning vefverkefna, hvort sem um er að ræða vinnu við nýjan vef eða uppfærsla á gömlum vef, eða almennt viðhald vefsvæðis. Verkfærakista vefstjórans er opnuð upp á gátt og flest verkfærin notuð og við það fékk ég ómetanlega reynslu sem á eftir að nýtast mér vel í starfi.

Gígja Hólmgeirsdóttir
nemi í vefmiðlun

Ég ákvað að fara í vefmiðlun samhliða námi í hagnýtri menningarmiðlun og sé svo sannarlega ekki eftir þeirra ákvörðun. Námið hefur opnað augu mín fyrir hversu mikil vinna liggur að baki árangursríkri miðlun í gegnum vefinn. Ég hef sérstaklega einbeitt mér að vefritstjórn, notendaupplifun og stefnumótun á vefnum og hafði úr fjölbreyttum námskeiðum að velja. Kennslan er fagleg og persónuleg, verkefnin tengd raunverulegum aðstæðum og námið veitir gagnleg tól og aðferðir til að takast á við hinar ýmsu áskoranir sem tengjast vefmiðlun

Atli Týr Ægisson
nemi í vefmiðlun

Ég hef fengist við umsjón og uppfærslu vefja í nokkur ár. Í námskeiðum í vefmiðlun lærði ég margt nýtt sem kemur að gagni við vefumsjón og vefstjórn. Ég kynntist ýmsum verkfærum og leiðum sem koma sér vel í undirbúningsvinnu við nýjan vef, viðhaldi vefja og framsetningu á efni.

Ég mæli með námi í vefmiðlun fyrir fólk sem villl læra hvað þarf til að búa til góðan vef, en líka fyrir þau sem hafa fengist við vefmál áður og vilja bæta við kunnáttu sína

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar að loknu námi

Tækniþróun síðustu ára hefur umbylt heiminum og komandi tækniþróun mun knýja á um enn frekari breytingar. Þar er hvers konar miðlun ekki undanskilin og því er sívaxandi þörf fyrir einstaklinga með færni og hæfni til þess að leiða nýsköpun á sviði stafrænnar þróunar í atvinnulífinu, hjá fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum. Diplómanáminu er meðal annars ætlað að svara þessari eftirspurn.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

Stafræn umsjón og nýsköpunarfærni á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, m.a. í menntastofnunum, söfnum og öðrum menningarstofnunum, fjölmiðlum og á flestum öðrum sviðum atvinnulífs og opinberrar þjónustu.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.